Frá bæjarráði: Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugsemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu hafnað og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 22.5.2014 var málinu frestað og á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var málinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Lagt fram að nýju ásamt viðbótargögnum lóðarhafa þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.