Skipulagsnefnd

1185. fundur 13. desember 2010 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði formaður til:
a) Fundarmenn staðfesta fundartíma þessa fundar skipulagsnefndar.
b) Máli varðandi nýtt erindi, Geirland starfsleyfi verði bætt á dagskrá fundarins, mál nr. 20 á fundinum.

Gestir fundarins voru Bjarki Kristjánsson og Guðni Ingi Pálsson frá Mannvit í máli 1.

1.1009227 - Andarhvarf 7, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi KR ark arkitekta fh. lóðarhafa nr. 7 við Andahvarf dags. 17. september 2010. Í erindinu felst í ósk um að breytt deiliskipulag hússins sem stendur í vestur hluta lóðarinnar, íbúðum verði fjölgað úr fjórum í átta. Íbúðum fjölgi því alls úr 17 í 21 í íbúðaklasanum. Við þessa breytingu stækkar byggingarreitur til norð vesturs og austurs og breyting verður á fyrirkomulagi bílastæða.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Andarhvarfi.
Kynning fór fram 20. október til 19. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

2.1012127 - Geirland, starfsleyfi

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits dags. 7. desember 2010, sem varðar umsókn lóðarhafa Geirlandi um framlengingu starfsleyfis vegna vinnslu jarðefna.

Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs um erindið.

3.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 15. við Borgarholtsbraut dags. 7. desember 2010. Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 var erindinu vísað til skipulagsnefndar til úrvinnslu. Í erindinu felst að óskað er eftir að fundin verði lausn á ítrekuðum beiðnum varðandi breytt aðgengi.

Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.

4.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 voru lögð fram drög að greinargerð Ísor dags. 1. desember 2010. Greinargerðin var unnin skv. samþykkt stjórnar SSH.

Lagt fram.

5.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði, breytt deiliskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 var fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var til umfjöllunar breyting á deiliskipulagi Kópavopgstúns og Kópavogsgerðis. Vísað er í skipulagskilmála og skipulagsuppdrátt fyrir Kópavogstún samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. nóvember 2005 m.s.br. Í tillögu að breytingu felst að í stað þriggja byggingarreita fyrir 53 íbúðir að Kópavogsgerði 1-6 verði gerðir tveir byggingarreitir fyrir 48 íbúðir þar af 8 íbúðir undir 80 m². Hæð byggingarreita lækkar og verður 4 hæðir með inndreginni þakhæð og kjallara. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 24 bíla. Að Kópavogstúni 10-12 fjölgar íbúðum úr 14 í 26 íbúðir þar af verða 8 íbúðir undir 80 m². Gert er ráð fyrir að byggingar við Kópavogsbraut 9, 11 og 17 verði fjarlægðar og í þeirra stað komi 4 fjórbýlishús og tvö parhús á tveimur hæðum og kjallara. Heildar fjöldi íbúða í Kópavogstúni eykst úr 281 íbúð í 311 eða um 30 íbúðir, þar af 70 þjónustuíbúðir.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að vinna tillöguna áfram og undirbúa fund með hagsmunaaðilum til kynningar á drögum að breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju þar sem fram koma tillögur að heildarendurskoðun á Kópavogstúni.

Lagt fram og kynnt.

Bókun fulltrúa D - lista: "Lýsum yfir stuðningi við tillögu að nýju skipulagi íbúðabyggðar á Kópavogstúni. Við hvetjum jafnframt til að vinnslu íbúðasvæðisins verði flýtt eins og kostur er, svo unnt verði að hefja framkvæmdir sumarið 2011."

Jóhann Ísberg, Guðný Ólafía Pálsdóttir. 

6.1008238 - Metanorka. Ósk um aðstöðu fyrir afgreiðslustöð.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Metanorku ehf. dags. 30. ágúst 2010. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 2. september 2010 og var vísað til sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar. Erindið varðar ósk um staðsetningu lóðar vegna afgreiðslustöðvar fyrir metan og aðra umhverfisvæna orku.
Sviðsstjóri skýrði málið og gerði grein fyrir frekari upplýsingum frá Metanorku ehf. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á erindið. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra á næsta fundi nefndarinnar varðandi mögulega staðsetningar fyrir afgreiðslustöð.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra.
Skipulagsnefnd samþykkir að Skipulags- og umhverfissvið vinni áfram að því að finna staðsetningu slíkrar aðstöðu stað.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 er erindið lagt fram á ný.

Lagðar fram tillögur Skipulags- og umhverfissviðs að þremur mögulegum staðsetningum lóða vegna afgreiðslustöðva. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að kynna lóðarhöfum hugmyndirnar í samráði við Metanorku.

7.1012092 - Tröllakór 13-15, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi SH hönnun ehf. f.h. lóðarhafa Tröllakórs 13-15. Í erindinu felst ósk um að fjölga íbúðum úr 21 í 25 íbúðir og fjölga bílastæðum á lóð um 8.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til allra lóðarhafa Tröllakór.

8.1011344 - Arnarsmári 36, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 36 við Arnarsmára dags. 12. nóvember 2010. Í erindi felst að óskað er eftir að lóðin verði skilgreind sem íbúðabyggð í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Kópavogs.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.

9.1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember var 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 9 við Ennishvarf dags. 17. nóvember 2010. Í erindi felst að óskað er eftir að fasteigninni verði skipt í tvær íbúðir. Húsnæðið er alls 328 m² og lóð 867 m².

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til allra lóðarhafa Ennishvarfi.

10.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. nóvember 2010 með vísan í erindi lóðarhafa nr. 8 við Tunguheiði dags. 11. nóvember 2010. Í erindinu felst að óskað er eftir leyfi fyrir þakhús á hluta húseignarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
GÖJ vék af fundi við umfjöllun um erindið.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs um erindið.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 13. desember 2010.

GÖJ vék af fundi við umfjöllun um erindið.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Tunguheiði. Skálaheiði 1, 3, 5, 7, 9. Melaheiði 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21. Lyngheiði 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22.

11.1011019 - Bæjarráð - 2570, 18. nóvember 2010. Bæjarstjórn 23. nóvember 2010.

Bæjarráð 18. nóvember 2010.

Skipulagsnefnd 16. nóvember 2010.

0903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng.

Bæjarráð samþykkir uppdráttinn.

1008207 - Öldusalir 1, lóðarstækkun.

Bæjarráð samþykkir erindið.

1009237 - Bæjarráð samþykkir erindið.

1008180 - Fornahvarf 3, sólskáli.

Bæjarráð samþykkir erindið.

1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

1007118 - Skráning gamalla húsa.

Bæjarráð styður umsókn til Húsfriðunarnefndar.

 

Bæjarstjórn 23. nóvember 2010.

1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá.

12.1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi GP arkitekta dags. 10. september 2010 f.h. lóðarhafa Gulaþings 15 og 25. Varðar leyfi til að skipta lóðinni að Gulaþingi 25 í tvær lóðir og byggja parhús á hvorri lóð. Einnig er sótt um að byggja parhús á lóðinni nr. 15 við Gulaþing í stað einbýlishúss.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Gulaþingi.
Kynning fór fram 20. október til 19. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

13.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Járn og blikk ehf. dags. 24. mars 2010, lóðarhafa nr. 26 við Vesturvör. Erindið varðar ósk um afnot af landi norðan lóðarinnar til skamms tíma.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og tæknisvið.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 5. júlí 2010.
Frestað, skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að skoða mögulega útfærslu, til þess að geta orðið við erindinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi frá Járn og blikk dags. 22. júlí 2010 er varðar öryggi lagna í jörðu, lagningu göngustígs og kostnað.
Frestað. Greint frá stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að útfærslu dags. 19. október 2010 og drögum að samningi dags. 15. október 2010 um afnot af landi norðan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að útfærslu og drögum að samningi um tímabundin afnot af landi norðan Vesturvara 26. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tímabundin afnot af landi verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þ.e Vesturvör nr. 24 og 28 í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Kynning fór fram 26. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

14.1010239 - Helgubraut 8, kvistir

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 18. október 2010. Erindið varðar ósk lóðarhafa nr. 8 við Helgubraut um byggingu tveggja kvista á norðurhlið hússins. Byggingarár hússins er 1945.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. okt.´10 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Helgubrautar nr. 6, 10, 11, 13, 15 og 17.
Kynning fór fram 27. október til 26. nóvember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju. Lagt fram bréf lóðarhafa Helgubraut 13, dags. 25. nóvember 2010.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

15.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Ás styrktarfélags dags. 10. ágúst 2010 varðandi göngustíg á lóðinni nr. 7 við Kastalagerði. Í erindinu er farið fram á viðræður um hugmyndir um tilfærslu stígsins. Lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 25. ágúst 2010 um færslu göngustígs á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynnt verði tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 25. ágúst 2010 á grundvelli 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 23. september 2010 er tillagan samþykkt.
Kynning fór fram 27. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Lagt fram bréf lóðarhafa Hraunbraut 37, dags. 23. nóvember 2010, athugasemd við akstur einkabifreiða um göngustíg.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

16.1009310 - Víghólastígur 21, smáhýsi á lóð.

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. september 2010. Erindið varðar umsókn lóðarhafa nr. 21 við Víghólastíg um að byggja tvö smáhýsi á lóðinni og að breyta innréttingu bílageymslu í hreinlætisaðstöðu, eldhús og sal.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 17. september 2010 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Víghólastíg15, 15a, 16, 17, 18, 19, 20, 22, 24. Bjarnhólastíg 20, 22, 24.
Kynning fór fram 27. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

17.1009225 - Álfhólsvegur 53, viðbygging.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. september 2010 varðandi nr. 53 við Álfhólsveg. Erindi varðar leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið á tveimur hæðum alls um 197 m² með grunnfleti um 150 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept.´10 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 34, 36, 38, 40, 42, 47, 49, 51. Löngubrekku 11, 13, 15, 15a, 17, 19, 21.
Enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa Álfhólsvegi 51 og Löngubrekku 15 og 15a.
Kynning fór fram 30. september til 1. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn dags. 13. desember 2010 og bréfi lögmanns fh. lóðarhafa dags. 10. desember 2010.

Frestað. 

18.1008125 - Álfhólsvegur 81, fjölgun íbúða og bílageymsla.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 81 við Álfhólsveg dags. 17. ágúst 2010. Erindið varðar, að lyfta þaki, fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggingu bílageymslu.
Meðfylgjandi: skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir samþykki meðeiganda.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 er erindið lagt fram a nýju þar sem fram kom villa í áður kynntri tillögu. Varðar hún fjölda íbúða sem eru þrjár en samkvæmt tillögunni er fyrirhugað að fjölga þeim í fimm en ekki fjórar eins og áður kynnt gögn segja til um.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir fullnægjandi samþykki meðeiganda.
Umferðarnefnd verði gerð grein fyrir erindinu.
Kynning fór fram 7. október til 8. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 13. desember 2010.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið, samþykkir umsögn dags. 13. desember 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar. Umferðarnefnd lagðist gegn erindinu á fundi sínum 30. nóvember 2010.

19.1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 17 við Björtusali dags. 21. júní 2010. Erindið varðar leyfi til að þegar reist 5,3 m² útigeymsla fái að standa á norður hluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. júní ´10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til allra lóðarhafa Björtusala.
Kynning fór fram 1. til 30. september 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 16. nóvember 2010. Ennfremur lagt fram bréf lóðarhafa dags. 14. nóvember 2010.
Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu, samþykkir umsögn dags. 16. nóvember 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið á dagskrá á ný.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

20.1008156 - Kópavogsbraut 115, bensínstöð Atlantsolíu.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. september 2010. Erindið varðar rekstur bensínstöðvar Atlantsolíu á lóðinni nr. 115 við Kópavogsbraut.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu lóðar gagnvart skipulagi og greindi frá því að erindi hafi borist frá rekstraraðila dags. 14. september 2010, þar sem óskað er eftir því að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við starfsemi á lóðinni. Á gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir bensínstöð á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með hagsmunaaðilum í næsta nágrenni við Kópavogsbraut 115, til að kanna viðhorf þeirra til umræddrar breytinga á skipulagi lóðarinnar.
Einnig verði Heilbrigðiseftirliti svæðisins gerð grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný. Fundur var haldinn með hagsmunaaðilum í nágrenni 14. október 2010.
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með hagsmunaaðilum.
Frestað. Í samræmi við 139. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 óskar skipulagsnefnd eftir að lóðarhafi leggi fram áhættumat fyrir rekstur bensínstöðvar á umræddri lóð vegna nálægðar við íbúðabyggð.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt greinargerð um ""Sjálfsafgreiðslustöð Kópavogsbraut 115, Atlantsolía, áhættumat"" gert af verkfræðistofunni Mannvit dags. 7. desember 2010.

Lagt fram. Bjarki Kristjánsson og Guðni Ingi Pálsson frá Mannvit gerðu grein fyrir áhættumati fyrir rekstur bensínstöðvar á lóðinni.

Samantekt vegna funda skipulagsnefndar:
2010 voru haldnir 12 fundir og 228 mál tekin fyrir.
2009 voru haldnir 16 fundir og 351 mál tekin fyrir.
2008 voru haldnir 26 fundir og 601 mál tekin fyrir.
2007 voru haldnir 24 fundir og 799 mál tekin fyrir.
2006 voru haldnir 26 fundir og 765 mál tekin fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:30.