Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Arkþing, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 22.9.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 51, 53, 55 60, 62, 64, 66, 109, 111, 113, 115, 117, 119 ásamt Bröttutungu 1, 3 og 5. Kynningu lauk 30.10.2014. Athugsemdir bárust frá: Helga Óskari Óskarssyni, Hlíðarvegi 64, dags. 23.10.2014; frá íbúum Bröttutungu 1, 3 og 5, dags. 28.10.2014; frá Árna Þorvaldi Jónssyni og Elínu Haraldsdóttur, Bröttutungu 1, dags. 30.10.2014; frá Magnúsi Birgissyni, Hrafnhildi Hjaltadóttur, Patreki Erni Magnússyni og Ríkharði Magnússyni, Hlíðarvegi 55, dags. 30.10.2014; frá eftirfarandi íbúum við Hlíðarveg, bréf dags. 30.10.2014; frá Magnúsi Birgissyni, Hrafnhildi Hjaltadóttur, Patreki Erni Magnússyni og Ríkharði Magnússyni, Hlíðarvegi 55; frá Önnu Maríu Sigurðardóttur, Kristjáni Sigurgeirssyni og Andreu Kristínu Kristjánsdóttur, Hlíðarvegi 62; Davíð Heiðar Hansson, Hlíðarvegi 60; Kristbjörgu G. Steingrímsdóttur og Guðmundi Inga Georgssyni, Hlíðarvegi 66; Ingveldi Kr. Friðriksdóttur, Hlíðarvegi 66; Auði Eiríksdóttur, Hlíðarvegi 64.