Skipulagsnefnd

1248. fundur 03. nóvember 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Jónsdóttir sat fundinn í stað Sigríðar Ásu Richardsdóttur.

1.1410211 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts, f.h. Halldóru Harðardóttur, dags. 16.10.2014. Í breytingunni felst að bílskýlí á neðri hæð á austurhlið verði að hluta lokað af og breytt í geymslu. Þá verði verönd á neðri hæð vestanmegin lokað af og breytt í tvær geymslur sbr. uppdráttum dags. 16.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14.

2.1410629 - Ungmennaráð Kópavogs. Boð á fund skipulagsnefndar.

Lagt til að ungmennaráði Kópavogs verði boðið að sitja einn fund skipulagsnefndar.
Ungmennaráði Kópavogs verði boðið á fund skipulagsnefndar í byrjun næsta árs.

3.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Lagðar fram skýrslurnar "Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040: Umferðarspá" dags. í október 2014 og "Höfuðborgarsvðið 2015-2040: Náttúra og útivist" dags. í október 2014.
Lagt fram og kynnt.

4.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Greint frá fundi með formanni skipulagsnefndar, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, Engihjallasamtökunum og starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar sem haldinn var mánudaginn 27.10.2014 í Fannborg 6.

Greint frá íbúaþingi sem Engihjallasamtökin standa fyrir og verður haldið 8.11.2014 kl. 10:30-14:00 í Álfhólsskóla.
Kynnt.

5.1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 22.9.2014 var samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir vesturhluta Kársness. Kynnt verður upphaf hugmyndavinnu og farið yfir ferli deiliskipulagsvinnunnar og næstu skref.
Kynnt.

6.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 20.10.2014. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo og um kynningu og samráð gangvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Þá greint frá fyrirhuguðum íbúafundi með íbúum Smárans sem halda á fimmtudaginn 13. nóvember 2014 í Smáraskóla.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu með áorðnum breytingum dags. 3.11.2014. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt með tilvísan í 38. grein skipulagslaga nr. 123/2010 heimild til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hæðasmári. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1409123 - Kársnesbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Freys Frostasonar, arkitekts, dags. 29.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að rífa einbýlishús sem stendur á lóðinni í dag og þess í stað að reisa tvö fjölbýli með níu íbúðum alls. Efra húsið verður 2 hæðir + inndregin þakhæð með fimm íbúðum. Neðra húsið er 2 hæðir með fjórum íbúðum. Íbúðir eru allar u.þ.b. 85m2 og heildarbyggingarmagn verður því ca. 765m2 og nýtingarhlutfall þá 0,44 sbr. erindi dags. 20.8.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var erindinu frestað.
Skipulagsnefnd benti á að skila þarf gögnum inn til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 9, 11, 13 og 15; Hraunbraut 1, 2, 2a, 3 og 4; Ásbraut 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19 og 21; Marbakkabraut 1, 3, 5 og 7; Helgubraut 2 og 4 þegar gögn hafa borist byggingarfulltrúa.

8.1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarafa um breytt deiliskipulag Lundar 14-18. Í breytingunni felst að byggingarreit hússins er snúið þannig að hann liggur samsíða götunni. Lóðamörk við Lund 3 breytast sbr. uppdráttum dags. 17.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lundar 20; Birkigrund 9, 9a, 11, 11a og 13.

9.1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekt, f.h. lóðarhafa, dags. 16.10.2014, vegna fyrirhugaðra breytinga á Þverbrekku 8. Í breytingunni felst að verlsunarhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði með 12 íbúðum og verður hver íbúð um 67m2 að stærð. Einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús, hækkunin nemur 1,5m á norðurhlið og 2,7m á suðurhlið. Í kjallara verða sjö bílastæði sbr. uppdráttum dags. 10.9.2014.

Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8, dags. 3.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1410018 - Bæjarráð - 2747. Fundur haldinn 23. október 2014.

1410012F - Skipulagsnefnd, 20. október, 1247. fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.

1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410292 - Örvasalir 1. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

29. 1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afreiðslu og vísar málinu til sviðsstjóra menntasviðs og framkvæmdastjóra markaðsstofu Kópavogs til umsagnar. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs um kostnað vegna hugsanlegra framkvæmda Kópavogsbæjar.

1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem nær til Furugrundar 3. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Arkþing, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 22.9.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 51, 53, 55 60, 62, 64, 66, 109, 111, 113, 115, 117, 119 ásamt Bröttutungu 1, 3 og 5. Kynningu lauk 30.10.2014. Athugsemdir bárust frá: Helga Óskari Óskarssyni, Hlíðarvegi 64, dags. 23.10.2014; frá íbúum Bröttutungu 1, 3 og 5, dags. 28.10.2014; frá Árna Þorvaldi Jónssyni og Elínu Haraldsdóttur, Bröttutungu 1, dags. 30.10.2014; frá Magnúsi Birgissyni, Hrafnhildi Hjaltadóttur, Patreki Erni Magnússyni og Ríkharði Magnússyni, Hlíðarvegi 55, dags. 30.10.2014; frá eftirfarandi íbúum við Hlíðarveg, bréf dags. 30.10.2014; frá Magnúsi Birgissyni, Hrafnhildi Hjaltadóttur, Patreki Erni Magnússyni og Ríkharði Magnússyni, Hlíðarvegi 55; frá Önnu Maríu Sigurðardóttur, Kristjáni Sigurgeirssyni og Andreu Kristínu Kristjánsdóttur, Hlíðarvegi 62; Davíð Heiðar Hansson, Hlíðarvegi 60; Kristbjörgu G. Steingrímsdóttur og Guðmundi Inga Georgssyni, Hlíðarvegi 66; Ingveldi Kr. Friðriksdóttur, Hlíðarvegi 66; Auði Eiríksdóttur, Hlíðarvegi 64.
Frestað.

12.1409148 - Auðnukór 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ívars Ragnarssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa vegna breytt deiliskipulags Auðnukórs 7. Í breytingunni felst að svalir fara út fyrir byggingarreit á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 08.03.2014 í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 5 og 9. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemd barst frá Illuga Fanndal Bjarkarsyni, Auðnukór 5, dags. 17.10.2014.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna umsögn um innsendar athugasemdir.

13.1409146 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkiteks dags. 12.9.2014 f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Vesturvör 12. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvarar 7, 9, 11A, 11B, 13 og 14; Kársnesbraut 82, 82a, 86, 88, 90, 92, 94 og 96 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12. Kynningu lauk 27.10.2014. Athugasemdir bárust frá; Þórði Inga Guðjónssyni, Kársnesbraut 82a, dags. 27.10.2014; Héðni Sveinbjörnssyni og Sigríði Tryggvadóttur, Kársnesbraut 82, dags. 27.10.2014; Halldóri Svanssyni, dags. 27.10.2014.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna umsögn um innsendar athugasemdir.

14.1410583 - Misræmi í skráningu á stærðum fasteigna.

Skipulagsnefnd leggur til að farið verði yfir skráningu á stærðum fasteigna í Kópavogi þannig að raunstærðir fasteigna komi fram í fasteignamati.
Kynnt.

15.1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1410633 - Uppsetning funda og framsetning gagna.

Stutt yfirferð skipulags- og byggingardeildar á uppsetningu og frágangi fundargerða.

18.1410024 - Bæjarstjórn - 1104. Fundur haldinn 28. október 2014.

1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar framlögðu erindi með 11 atkvæðum.

1410292 - Örvasalir 1. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

11. 1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar framlögðu erindi með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

12. 1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem nær til Furugrundar 3. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með átta atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.
Önnur mál:

Vegna máls nr.1403302 - Furugrund 3, breytt notkun húsnæðis:

"Helga Jónsdóttir gerir athugasemd við að umsögn frá menntasviði dags. 17.10.2014 vegna Furgrundar 3 sé stíluð á Magna ehf., Birkiási 15, 210 Garðabæ. Óskað er eftir að þetta sé lagfært.

Gerðar eru athugasemdir við tölur í aldurssamsetningu barna á skólaaldri í skipulagslýsingu dags. 20.10.2014 og að þær verði yfirfarðar og framsetning þeirra löguð.

Ekki var haft samráð við undirritaða sem stjórnanda Furugrundar við gerð umsagnar menntasviðs."

Fundi slitið.