1501969 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 27. janúar 2015
Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 15. og 22. janúar, byggingarfulltrúa frá 18. desember og 8. janúar, félagsmálaráðs frá 19. janúar, forsætisnefndar frá 16. og 22. janúar, íþróttaráðs frá 8. janúar, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 12. janúar, leikskólanefndar frá 15. janúar, lista- og menningarráðs frá 15. janúar, skipulagsnefndar frá 15. og 17. desember og 19. janúar, skólanefndar frá 19. janúar, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 20. janúar, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 16. janúar, stjórnar Sorpu bs. frá 9. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. desember og 5. janúar.
Lagt fram.
1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.
1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.
Lagt fram erindi Ikaup ehf., dags. 13.1.2015 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Krónuna í Kórahverfi. Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.
1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með 9 atkvæðum.
1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1412008F - Skipulagsnefnd, 15. desember, 1250. fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
1410082 - Auðbrekka 16.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1403171 - Fornahvarf 3, settjörn
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Drög að samningi um breytingar á lóðamörkum Fornahvarfs 3 voru lögð fram á fundi bæjarráðs þann 30. desember og samþykkt. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1412015F - Skipulagsnefnd, 17. desember, 1251. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.
1501011F - Skipulagsnefnd, 19. janúar, 1252. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.