Skipulagsnefnd

1254. fundur 16. febrúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Andrés Pétursson sat fundinn í stað Önnu Maríu Bjarnadóttur.

1.1502119 - Hafnarbraut 12. Ósk um breyttar skilgreiningar á íbúðum skv. deiliskipulagi

Frá bæjarráði:
Lagt fram erindi Upphafs fasteignafélags dags. 2.2.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar Hafnarbraut 12. Í breytingunni felst að texta í skilmálum verði sbr. erindi dags. 2.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti á grundvelli framlagðs erindis að unnin verði forsögn (lýsing) að breyttu deiliskipulagi til afgreiðslu í skipulagsnefnd á lóðinni Hafnarbraut 12 (áður Hafnarbraut 12, 14 og Vesturvör 25, 27).

2.1502170 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Forgangsakstur.

Lagt fram bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dags. 27.1.2015. SHS berast iðulega erindi frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem kynntar eru og óskað umsagna um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan sveitarfélaganna sem draga eiga úr umferðarhraða, s.s. þrengingar tiltekinna gatna og get þannig haft bein áhrif á þá viðbragðsaðila sem stunda forgangsakstur á svæðinu.
Lagt fram og kynnt.

3.1412507 - Fjögurra ára þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. í janúar 2015.
Lagt fram og kynnt.

4.1502353 - Landspítalinn Kópavogstúni, húsnúmer.

Lagt fram erindi dags. 3.2.2015 frá Líknardeild Landspítala við Kópavogstún þar sem óskað er eftir að heimilisfang Líknardeildarinnar verði rétt skráð.
Skipulagsnefnd óskaði eftir tillögu skipulags- og byggingardeildar um breytt heimilisföng og húsnúmer á fasteignum Landspítans á Kópavogstúni.

5.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytt tillaga að nýbyggingu við Hlíðarveg 57 dags. 15.1.2015. Samþykkt skipulagsnefndar var m.a. byggð á samráðsfundi sem haldinn var 15.1.2015. Í ljós hefur komið að boð á samráðsfund barst ekki öllum þeim er gerðu athugasemd við kynnta tillögu. Því er lagt til að málið verði tekið upp að nýju og skipulagsnefnd afturkalli fyrri samþykkt frá 19.1.2015 og boðað verði til nýs samráðsfundar.
Skipulagsnefnd samþykkti að afturkalla fyrri samþykkt sína frá 19.1.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.

Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Jóhanns T. Steinssonar dags. 11.12.2014 vegna staðsetningu sorptunna og bílastæða á lóð. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 26, 28, 27, 29a, 30; Grænutungu 8; Hrauntungu 42. Kynningu lauk 4.2.2014. Athugasemd barst frá Sigurveigu Hjaltested Þórhallsdóttur og Baldvini Björgvinssyni, Hrauntungu 42 dags, 2.2.2014.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu og að boða til samráðsfundar með þeim sem gerðu athugasemdir við framlagða tillögu.

Lögð fram drög að breyttri tillögu þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir. Til stendur að boða íbúa til samráðsfundar þar sem breytt tillaga verður kynnt.
Staða málsins kynnt. Boðað verður til samráðsfundar með aðilum máls.

8.1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Archus slf., f.h. lóðarafa um breytt deiliskipulag Lundar 14-18. Í breytingunni felst að byggingarreit hússins er snúið þannig að hann liggur samsíða götunni. Lóðamörk við Lund 3 breytast sbr. uppdráttum dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lundar 20; Birkigrund 9, 9a, 11, 11a og 13. Kynningu lauk 22.1.2015. Athugasemd barst frá íbúum við Birkigrund 9a, 9b, 11, 11a og 13 dags. 21.1.2015.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.2.2105.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 16.2.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Með tilvísan í framkomnar ábendingar vill skipulagsnefnd hvetja framkvæmdaraðila til bættrar umgengni á byggingarstað og ljúka framkvæmdum við hljóðvarnagirðingu meðfram Nýbýlavegi.

9.1502355 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ingunnar H. Hafstað, arkitekts, dags. 12.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að gefið verði leyfir fyrir hesthúsi og gerði fyrir 4-6 hesta á norðvestur horni lóðarinnar. Tengja þarf reiðstíg við reiðleiðir í hverfinu og ber lóðarhafi allan kostnað af þeirri framkvæmd. Aðkoma inn á lóð verður frá norðri en eitt bílastæði verður á suðurhluta lóðar. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús breytist sbr. uppdrætti dags. 11.2.2015.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1502375 - Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs dags. 16.2.2015 að breyttu deiliskipulagi hesthúsabyggðar við Kjóavelli. Breytingin felur í sér að aðkoma að verslunar og þjónustuhúsum á skipulagssvæðinu sem afmarkast af Markarvegi til norðurs og Hamraenda til austurs breytist og færist til norðurs. Breytingin felur einnig í sér breytingu á skipulagsskilmálum fyrir neðangreind verslunar og þjónustuhús.(A) að lóðin Hestheimar nr. 2 sem skilgreind er sem þjónustulóð V2 í gildandi skipulagsskilmálum stækkar úr um 3.200 m2 í 8.700 m2. Þar er gert ráð fyrir byggingarreit á tveimur hæðum og kjallara undir hluta húss fyrir þjónustuhús. Hámarks byggingarmagn er áætlað um 3000 m2. Hámarkshæð byggingarreitsins er 10 metrar frá aðkomu kóta og hámarks vegghæð 10 metrar. Þakform er frjálst. (B) Lóðin Hestheimar nr. 4 sem er versl/ þjónustulóð V1 minnkar og verður um 1.450 m2 í stað 1.524 m2 og færist til austurs. Hæð og nýtingarhlutfall er óbreytt. 32 bílastæði eru innan lóðar. (C) Lóðin Hestheimar nr. 6 sem er versl. / þjónustulóð V1 minnkar og verðurum 1.330 m2 í stað 1.530 m2. Hæð byggingarreitar og nýtingarhlutfall á lóð er óbreytt. 23 bílastæði eru innan lóðar. (D) Lóðin að Hestheimum nr. 8 er versl. /þjónustulóð V3 stækkar og verður 3.600 m2 í stað 1.621 m2. Hámarksbyggingarmagn verður um 2.100 m2. 52 bílastæði verða innan lóðar.(E) Lóðin að Hestheimum nr. 10 sem er versl. /þjónustulóð V3 verðu nú Hestheimar nr. 10-12, stækkar og verður 4.100 m2 í stað 2.440 m2. Hámarksbyggingarmagn verður um 2.100 m2. 62 bílastæði verða innan lóðar. (F) Lóðin að Hestheimum nr. 12 og byggingarreitur er feldur út. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Bílastæði flytjast frá svæðum vestan Hestheima að svæði vestan hesthúsa við Hamraenda. Heildarfjöldi bílastæða á skipulagssvæðinu verður óbreyttur og verða öll bílastæði samnýtanleg. Gögn eru byggð á samþykktu deiliskipulagi í Kjóavöllum og samningi milli Garðabæjar og Kópavogs um breytt sveitarfélagsmörk.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd óskaði eftir því að tillagan verði kynnt bæjaryfirvöldum Garðabæjar.

11.1501017 - Bæjarráð - 2759. Fundur haldinn 22. janúar 2015.

1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.

Lagt fram að nýju erindi Rúm Teiknistofu, dags. 31.9.2014, f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 16.2.2015 ásamt samþykki íbúa við Álfhólsveg 113.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu dags. 16.2.2015 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1502233 - Breiðahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi frá A2 arkitektum ehf, dags.6.2.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Breiðahvarfs 3. Í breytingunni felst að hesthúsi á lóð verði breytt í skrifstofu og fjölskyldurými sbr. uppdráttum dags. 19.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 1, 2, 4 og 5; Ennishvarfs 4, 6 og 13;

14.1502424 - Kópavogsbraut 115. Veitingasala.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi frá Teiknistofunni Tröð dags. 10.2.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á innra skipulagi og ytra útliti Kópavogsbrautar 115. Á lóð verða alls sex bílastæði, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða sbr. uppdráttum dags. 10.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 104, 106 og 113; Þinghólsbrautar 80 og 82.

15.1502426 - Fannborg 7-9. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga KRark f.h. Hraunbrautar ehf. dags. 20.6.2013. Í tillögu felst að húsnæði verði breytt í íbúðir að hluta. Meðfylgjandi er samþykki allra eigenda hússins.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fannborgar 2, 3, 5, 6, 7 og 8; Digranesvegar 5 og 7.

16.1502354 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Viðbygging skiptist í tvö herbergi og gang og er tengd innbyrgðis við 2. hæð íbúðarhússins. Hámarkshæð viðbyggingar og bílskúrs verður 5,9 metrar, þar af er vegghæð viðbyggingar á 2. hæð 3 metrar. Bílskúr og viðbygging eru 0,4m frá lóðamörkum við Fífuhvamm 27 sbr. uppdráttum dags. 8.2.2011.

Þá lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 15.1.2015 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 21.6.2011 um leyfi til að reisa viðbyggingu ofan á bílskúr á lóðinni nr. 25 við Fífuhvamm.
Frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir uppfærðum gögnum og formlegu erindi.

17.1502232 - Hamraborg 11. Gistiheimili.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Alark dags. 3.2.2015 þar sem óskað er eftir að breyta 2. og 3. hæð hússins í gistiheimili sbr. uppdráttum dags. 3.2.2015.

Þá lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 30.1.2015 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 15.6.2014, breytt 27.11.2014, um að veita leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og innrétta gistiheimili að Hamraborg 11.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 9, 22 og 24; Álfhólsvegar 2, 2A, 4, 4A og 15A.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

18.1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 16.11.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 26, 28, 62, 66, 68, 70, 81, 103 og 105. Kynningu lauk 16.2.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Steinars Jónssonar dags. 9.12.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 81, 83, 85, 87, 91, 93, 95, 97, 99, 101 og 103. Kynningu lauk 16.2.2015. Athugasemd barst frá Pétri Kristjánssyni, Austurkór 87, dags. 16.2.2014.
Skipulagsnefnd frestaði erindinu. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

20.1501022 - Bæjarstjórn - 1109. Fundur haldinn 27. janúar 2015.

1501969 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 27. janúar 2015
Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 15. og 22. janúar, byggingarfulltrúa frá 18. desember og 8. janúar, félagsmálaráðs frá 19. janúar, forsætisnefndar frá 16. og 22. janúar, íþróttaráðs frá 8. janúar, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 12. janúar, leikskólanefndar frá 15. janúar, lista- og menningarráðs frá 15. janúar, skipulagsnefndar frá 15. og 17. desember og 19. janúar, skólanefndar frá 19. janúar, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 20. janúar, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 16. janúar, stjórnar Sorpu bs. frá 9. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 17. desember og 5. janúar.
Lagt fram.

1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.
Lagt fram erindi Ikaup ehf., dags. 13.1.2015 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Krónuna í Kórahverfi. Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með 9 atkvæðum.

1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.


1412008F - Skipulagsnefnd, 15. desember, 1250. fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

1410082 - Auðbrekka 16.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.

1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1403171 - Fornahvarf 3, settjörn
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Drög að samningi um breytingar á lóðamörkum Fornahvarfs 3 voru lögð fram á fundi bæjarráðs þann 30. desember og samþykkt. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1412015F - Skipulagsnefnd, 17. desember, 1251. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

1501011F - Skipulagsnefnd, 19. janúar, 1252. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
Önnur mál:

Fyrirspurn um gjaldskrá vegna aðalskipulagsbreytinga, deiliskipulagsbreytinga og grenndarkynninga. Gjaldskrá lögð fram og rædd.

Ekki er tekið gjald fyrir breytingar á aðalskipulagi.

Fundi slitið.