Skipulagsnefnd

1265. fundur 14. september 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Hlé var gert á fundi kl. 19:15.

Fundi var framhaldið kl. 19:25.

1.1509217 - Markavegur 1-9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs, dags. 14.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Markarvegar 1-9. Í breytingunni felst að staðsetning bílastæða sunnan heshúsalóðanna nr. 2-9 breytist. Bílastæði sem eru innan lóða færast út fyrir lóðarmörk hesthúsalóða og verða samsíða Markarvegi. Lóðarmörk heshúsalóða breytast og bílastæðum fækkar úr 44 í 29 sbr. uppdrætti dags. 14.9.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hlíðarenda 1 og 2; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum.

2.15062297 - Hlíðarvegur 57, kæra v. byggingarleyfis og krafa um stöðvun framkvæmda.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála frá 10.9.2015 vegna Hlíðarvegar 57.
Lagt fram.

3.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarsvæði. Tillagan, er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 20. apríl 2015. Tillagan var kynnt frá og með 18. júní 2015 með athugasemdafrest til 18. ágúst 2015. Athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 voru athugasemdir lagðar fram og málinu frestað.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14.9.2015 vegna athugasemda sem bárust við kynnta tillögu um aðalskipulagsbreytingu fyrir Furugrund 3.
Frestað.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá.

4.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Lagt fram að nýju erindi Alark arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015. Í erindi er óskað eftir að breyta veitingahúsi á 1. hæð í gistiheimili með þremur sjálfstæðum gistieiningum sbr. uppdrætti dags. 10.7.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var málinu frestað.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14.9.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn um gistiheimili í Hamraborg 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta, dags. 13.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kríuness. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.8.2015. Athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 voru athugasemdir lagðar fram ásamt greinargerð eiganda Kríuness dags. 22.6.2015 og var málinu frestað.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14.9.2015 vegna athugasemda sem bárust við kynnta deiliskipulagstillögu fyrir gistiheimilið Kríunes.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 14.9.2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd hvetur jafnframt íbúa svæðisins og landeiganda til að vinna að endurbótum á vegi, göngustígum og lýsingu með sérstöku tilliti til öryggis barna.

6.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa dags. 22.6.2015. Óskað er eftir að byggja við bílskúr til suðurs á lóðinni Löngubrekku 5. Viðbygging er 2,5 x 7,5 metrar að stærð eða um 19 m2 að grunnfleti. Hæð viðbyggingar verður 3,3 m og er 0,5 m frá lóðarmörkum við Álfhólsveg 61. Gólfkóti viðbyggingar verður 1,3m lægri en lóðin við Álfhólsveg 61 sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 22.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3 og 7; Álfhólsvegar 59, 61 og 63. Kynningu lauk 28.8.8.2015. Athugasemd barst frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61, dags. 18.8.2015. Þá lögð fram greinargerð lóðarhafa Löngubrekku 5 ásamt fylgiskjölum dags. 13.8.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

7.1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Lagt fram erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Óskað er eftir leyfi til að byggja 45 m2 bílskúr á norðausturhluta lóðarinnar við Birkihvamm 21. Hæð bílskúrs verður 3,2 metrar sbr. uppdráttum dags. 1.9. 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkihvamms 22; Eskihvamms 2 og 2a; Reynihvamms 24; Víðihvamms 23. Að auki verði leitað álits lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til umferðaröryggis.

8.1509307 - Reynigrund 27. Aðgengi á baklóð.

Lagt fram erindi Sigríðar Ottesen, lóðarhafa Reynigrundar 27, dags. 29.6.2015 vegna 1,5 m kvaðar um göngurétt lóðanna Reynigrundar 23-29 við lóðarmörk Reynigrundar 31 sem byggt hefur verið fyrir.
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til úrvinnslu byggingarfulltrúa.

9.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Í tillögunni felst að lóðinni er skipt upp í þrjár lóðir, Ögurhvarf 4a, 4b og 4c. Núverandi lóð minnkar og lóðarmörk færast til norðurs, lóðin verður eftir breytingu 3490 m2. Suðurlóðarmörk Ögurhvarfs 4 breytast og lóð stækkar um 35m2. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4b verður 1.150 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksflatarmál grunnflatar hússins er um 250 m2 og hámarksbyggingarmagn er um 460 m2. Ekki er heimilt að hafa heshús á lóðinni. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4c verður 1.340 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjölbýlishús á tveimur hæðum,með fimm íbúðum. Hámarksflatarmál grunnflatar hússins er um 270 m2 og hámarksbyggingarmagn er um 600 m2. Opinn bílakjallari er undir húsunum. Ekki er heimilt að hafa heshús á lóðinni sbr. uppdrætti dags. 14.9.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1509373 - Nýbýlavegur 78. Fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn frá VA Arkitektum f.h. lóðarhafa dags. 10.9.2015 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Nýbýlavegi 78. Í dag stendur á lóðinni tveggja hæða tvíbýli, 122,8m2 að stærð. Lagt er til rífa núverandi hús á lóðinni og þess í stað að byggja íbúðarhús með sex íbúðum á tveimur hæðum og kjallara á lóðinni. Heildarbyggingarmagn verður 733m2 og nýtingarhlutfall 0,79 sbr. uppdrætti dags. 2.9.2015.
Skipulagsnefnd leit jákvætt á tillöguna.

11.1509308 - Naustavör 22-30. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Archus f.h. lóðarhafa dags. 8.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Naustavarar 22-30. Í breytingunni felst að um þriðjungur þakflatar fer 10 cm uppfyrir hámarkshæð byggingarreitar samkvæmt gildandi skipulagsskilmálum en lægra þak hússins á þriðju og fjórðu hæð fer 0,5 metra upp fyrir leyfða hæð sbr. uppdráttum dags. 8.9.2015.
Guðmundur Gunnlaugsson, arkitekt, gerði grein fyrir tillögunni.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skipulagsnefnd óskaði eftir að í framhaldinu verði lagðar fram skýrari áætlanir um framkvæmdir og hönnun svæðisins.

12.1508013 - Bæjarráð - 2785. Fundur haldinn 27. ágúst 2015.

1507004F - Skipulagsnefnd, dags. 17. ágúst 2015.

1263. fundur skipulagsnefndar í 27. liðum.
Lagt fram.

1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503805 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd tók undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar og hafnaði framlagðri umsókn og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1306637 - Borgarholt - bílastæði og aðkoma.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503553 - Hafnarbraut 2. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502588 - Sæbólsbraut. Bílastæði. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1508003F - Skipulagsnefnd, dags. 24. ágúst 2015.

1264. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082679 - Naustavör 32-42 og 44-50. Bílastæði.

Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að bílageymslum ofangreindra lóða ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagaða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráðs vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1509183 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Svövu Bjarkar Jónsdóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 9.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að stærð og lögun byggingarreits breytist en heildarbyggingarmagn er óbreytt, 250 m2, og nýtingarhlutfall 0,14. Aðkoma að lóð verður frá suðausturhlið í stað norðvesturhlið en þó verði hægt að aka inn á lóð frá norðvesturhlið. Þrjú bílastæði verða á lóð. Gólfkóti hækkar úr 90,4 í 91 og hækkar byggingarreitur því um 60cm sbr. uppdrætti dags. 9.9.2015.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

14.15062339 - Hrauntunga 62. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015 vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 19.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð breyting á Hrauntungu 62 verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 60 og 64; Hlíðarvegi 41, 43 og 45.

Þá lagður fram uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar með undirskrift fyrrnefndra lóðarhafa sem samþykkja fyrirhugaðar breytingar.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.15062169 - Skólagerði 40. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, f.h. lóðarhafa dags 28.5.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Skólagerði 40. Í breytingunni felst að reisa 60m2 tvöfaldan bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar. Hæð bílskúrs verður 2,7m og grunnflötur 7,6 x 7,9m að stærð. Að auki verða byggðar 6,6m2 svalir á vesturhlið hússins á 2. hæð sbr. uppdráttum dags. 15.4.2015. Á fundi skipulagnefndar 22.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 38, 42, 47 og 49; Holtagerðis 51, 55 og 53. Kynningu lauk 1.9.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1504558 - Nýbýlavegur 28. Grenndarkynning

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga frá Hús og skipulagi f.h. lóðarhafa dags. 27.3.2015. Óskað er eftir að breyta tveimur vinnustofum á 2. hæð Nýbýlavegs 28 í tvær íbúðir sbr. uppdrætti dags. 27.3.2015. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var samþykkkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 26, 28 og 30; Laufbrekku 8 og 10. Kynningu lauk 26.8.2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.15062063 - Helgubraut 13. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vektor ehf. f.h. lóðarhafa dags. 7.6.2015. Óskað er eftir að byggja 11m2 sólskála og anddyri á suðurhlið Helgubrautar 13. Hæð skálans verður 2,6m sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 7.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 16.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 11 og 15. Kynningu lauk 26.8.2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1505721 - Digranesvegur 32. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sudio F arkitekta, f.h. lóðarhafa. dags. 13.5.2015 þar sem óskað er eftir að íbúð í kjallara verði skráð sem séreign sbr. uppdráttum dags. 10.4.2015. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 30 og 34. Kynningu lauk 31.8.2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.15061922 - Austurkór 4 og 6. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ríkharðs Oddssonar f.h. lóðarhafa dags. 9.6.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 4 og 6. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum verði reist tvö parhús á einni hæð á hvorri lóð. Hámarksgrunnflötur húsanna stækkar úr 250m2 í 360m2, heildarbyggingarmagn verður því 360m2 í stað 400m2. Byggingarreitir stækka um 3m til austurs og vesturs og 1m til suðurs. Nýtingarhlutfall lóða lækkar úr 0,43 í 0,39. Gólfkóti Austurkórs 4 hækkar um 20cm, úr 111,6 í 111,8. Gólfkóti Austurkórs 6 hækkar um 20cm, úr 112,0 í 112,2 sbr. erindi og uppdráttum dags 9.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24. Kynningu lauk 27. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Fyrirhugaðir eru íbúafundir um mótun lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar þann 24. september í Kópavogsskóla og 1. október í Hörðuvallaskóla.
Greint frá stöðu mála.

21.1312123 - Hverfisskipulag

Lagt fram minnisblað dags. 8.9.2015 um næstu skref hverfisáætlunar Smárans.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti framlagða framkvæmdaáætlun fyrir Smárann. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

22.1509001 - Bæjarstjórn - 1122. Fundur haldinn 8. september 2015.

1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503805 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd tók undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar og hafnaði framlagðri umsókn og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1306637 - Borgarholt - bílastæði og aðkoma.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503553 - Hafnarbraut 2. Grenndarkynning.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísari erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15082679 - Naustavör 32-42 og 44-50. Bílastæði.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að bílageymslum ofangreindra lóða ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd samþykkti framlagaða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502588 - Sæbólsbraut. Bílastæði. Grenndarkynning.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.