Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ríkharðs Oddssonar f.h. lóðarhafa dags. 9.6.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 4 og 6. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum verði reist tvö parhús á einni hæð á hvorri lóð. Hámarksgrunnflötur húsanna stækkar úr 250m2 í 360m2, heildarbyggingarmagn verður því 360m2 í stað 400m2. Byggingarreitir stækka um 3m til austurs og vesturs og 1m til suðurs. Nýtingarhlutfall lóða lækkar úr 0,43 í 0,39. Gólfkóti Austurkórs 4 hækkar um 20cm, úr 111,6 í 111,8. Gólfkóti Austurkórs 6 hækkar um 20cm, úr 112,0 í 112,2 sbr. erindi og uppdráttum dags 9.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24. Kynningu lauk 27. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Fundi var framhaldið kl. 19:25.