Öldungaráð

22. fundur 23. maí 2023 kl. 12:20 - 13:30 í Félagsmiðstöðinni Boðinn, Boðaþingi 9
Fundinn sátu:
  • Jón Atli Kristjánsson formaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Stefanía Björnsdóttir aðalmaður
  • Huldís Mjöll Sveinsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir starfsmaður nefndar
  • Herdís Björnsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23032117 - Réttindamál eldra fólks í heilbrigðiskerfinu.

Umræða um réttindamál eldra fólks í heilbrigðiskerfinu.
Öldungaráð felur fulltrúa heilsugæslunnar í öldungaráði að eiga samtal við heilsugæsluna í Kópavogi um að auka og koma á betra aðgengi að upplýsingum um réttindamál og aðra þjónustu í þágu eldra fólks í Kópavogi. Mætti skoða að formgera samstarf á milli Velferðarsviðs Kópavogsbæjar og heilsugæslunnar.

Almenn mál

2.23032118 - Aukin samvinna öldungaráða í Kraganum.

Umræða um að auka samvinnu við önnur öldungaráð í Kraganum.
Lagt til að formaður öldungaráðs boði formenn öldungaráða í Kraganum á samstarfsfund til að ræða samstarfsmöguleika.

Almenn mál

3.2210308 - Erindi vegna opnunartíma félagsheimili eldri borgara í Kópavogi

Óskað eftir áframhaldandi samtali varðandi fyrirspurn Félags eldri borgara í Kópavogi um helgaropnun í félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi.
Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur með fulltrúum Félags eldri borgara í Kópavogi, fulltrúa félagsmiðstöðva og velferðarsviðs til að ræða útfærslur að helgaropnum í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Skipulag miðast við fjárhagsramma sem er heimild fyrir í dag, jafnframt verði þetta skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Starfsmenn öldungaráðs munu boða til fundar.
Óskað er eftir að endurvakinn verði samvinna ungmenna og eldra fólks í Kópavogi, varðandi notkun á tölvum, til gagns og gamans. Kynslóðirnar kynnast og hjálpa hvor annarri.

Fundi slitið - kl. 13:30.