Öldungaráð

16. fundur 18. maí 2021 kl. 12:00 - 12:54 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Klara Georgsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.2102314 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2021

Umsókn um styrk til félags- og barnamálaráðuneytisins til að auka við félagsstarf fullorðinna í kjölfar Covid-19. Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Öldungaráð fagnar því að boðið verði upp á öflugt félagsstarf fyrir aldraða í bænum, eins og síðasta sumar. Í ljósi þeirrar reynslu sem komin er af sumarstarfinu má gera ráð fyrir að það verði enn öflugra á þessu ári.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.2105437 - Erindi frá Félagi eldri borgara í Kópavogi (FEBK).

Erindi frá Félagi eldri borgara í Kópavogi lagt fram til upplýsinga.
Öldungaráð þakkar Félagi eldri borgara í Kópavogi fyrir að vekja athygli á eftirfarandi atriðum:

1. FEBK mótmælir hugmyndum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu um að taka yfir rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðans.
Afstaða FEBK er móttekin, en bæjarfulltrúar í Öldungaráði hafa ekki upplýsingar um að neinar viðræður séu hafnar þar að lútandi.

2. FEBK lýsir yfir áhyggjum af aðgengi að félagsstarfi og hádegisverði í Gjábakka á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur.
Öldungaráð óskar eftir því að fá sviðsstjóra umhverfissviðs á næsta fund ráðsins til að ræða þetta mál. Verður áhyggjum FEBK komið þar á framfæri.

3. FEBK beinir því til skipulagsyfirvalda í Kópavogi að íhuga hvort hægt væri að byggja fleiri byggingar eins og Gullsmára, þar sem innangengt er á milli íbúðarhúsnæðis og félagsmiðstöðvar.
Öldungaráð tekur undir að byggingar og aðstaða í Gullsmára eru ákjósanlegar ef hafist yrði handa við fleiri byggingar fyrir eldri borgara og kemur ábendingunni til sviðsstjóra umhverfissviðs.

4. FEBK spyr hvort Öldungaráð hafi tekið íþróttastyrki fyrir aldraða til umræðu, og þá hvort þeir gætu nýst stærri hópi en þeir gera með verkefninu Virkni og vellíðan.
Öldungaráð ræddi málið, og ljóst þykir að Virkni og vellíðan átakið er að lukkast vel og gæti nýst enn stærri hópi en þegar tekur þátt. Einnig mætti íhuga hvort tilefni sé til þess að víkka úrræðin til annarra hópa og þá jafnvel í annarri útfærslu eða með íþróttastyrk. En slík ákvörðun yrði tekin á vettvangi bæjarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar.
Karen E. Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hafið er útboðsferli við rekstur líkamsræktarstöðva við sundlaugar bæjarins."

5. Spurt var hvort þjónustuíbúðir séu í boði í bæjarfélaginu og bent á mikilvægi þess að samþætta þjónustu sem veitt er á heimilum eldri borgara, svo þeim sé kleift að búa sem lengst heima.
Engar þjónustuíbúðir eru í Kópavogi, en bærinn hefur yfir að ráða 87 félagslegum íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Á biðlista eru 10 umsóknir frá einstaklingum 60 ára og eldri. Fjórir af þeim tíu eru frá 62 til 66 ára en sex eru eldri en 67 ára. Elsti umsækjandinn er 88 ára. Meðalbiðtími er undir tveimur árum.
Þjónusta bæjarins og heilsugæslu er samþætt eins og unnt er, en unnið er að því að einfalda samskipti við þjónustuaðila og auka upplýsingaflæði á milli aðila með sameiginlegri þjónustugátt sbr. bókanir bæjarstjórnar.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

3.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að stefnu velferðarsviðs lögð fram til umsagnar.
Öldungaráð gerir ekki athugasemd við framlögð stefnudrög og samþykkir þau fyrir sitt leyti.

Öldungaráð óskar eftir því að velferðarráð beiti sér fyrir fjölgun dagdvalarrýma, m.a. með því að ítreka erindi bæjarins til heilbrigðisráðherra þar um, og með því að finna slíkri starfsemi hentugt húsnæði.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2105380 - Beiðni um umsögn notendaráða. Starfsleyfisumsókn Ræstitækni

Starfsleyfisumsókn Ræstitækni lögð fram til umsagnar
Öldungaráð gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfisins.

Fundi slitið - kl. 12:54.