Öldungaráð

15. fundur 18. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:21 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Amanda K. Ólafsdóttir Deildastjóri Frístundadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Yfirlit yfir nýjar umsóknir um félagslega heimaþjónustu árið 2020. Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram til upplýsinga.

Almenn mál

2.2101507 - Útvíkkun félagslegrar heimaþjónustu

Lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Öldungaráð fagnar þessari aukningu á þjónustu og óskar eftir að ráðið verði upplýst í framhaldi hvernig verkefnið gengur.

Almenn mál

3.2006215 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020. Styrkur félagsmálaráðuneytis

Undirbúningur sumarverkefna 2021 til að efla þátttöku fullorðinna í félagsstarfi og aðstoða þá sem eru félagslega einangraðir. Lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Öldungaráð telur verkefnið mikilvægt og vonast til að hægt verði að bjóða upp á sambærilega þjónustu og síðasta sumar.

Almenn mál

4.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Staða verkefnis Virkni og Vellíðan í Kópavogi. Lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Öldungráð fagnar heilsueflingar verkefninu og leggur áherslu á mikilvægi kynningar á verkefninu til eldri borgara.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

5.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi

Lagt fram til umsagnar, sbr. bókun bæjarráðs 21.1.2021.
Lagt fram.

Fulltrúar Félags eldri borgara í Kópavogi; Sigríður Bjarnadóttir, Sigurður Sigfússson og Þórarinn Þórarinsson taka undir tillögu bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Öldungaráð óskar að starfsmenn öldungaráðs leiti skýringa frá heilsugæslu er varðar fundarsetu fulltrúa þeirra í öldungaráði.

Fundi slitið - kl. 14:21.