Öldungaráð

13. fundur 27. ágúst 2020 kl. 12:00 - 12:44 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Þórarinn Þórarinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigfússon aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Amanda Karima Ólafsdóttir deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að stefnumarkandi áætlunum lögð fram til umsagnar.
Lagt fram.
Öldungaráð þakkar góða kynningu.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri - mæting: 12:00

Almenn mál

2.20081013 - Erindi íbúa. Opnunartími sundlaugar í Boðaþingi

Erindi frá íbúa dags. 23.08.2020 lagt fram til afgreiðslu.
Lagt fram.

Öldungaráð hvetur til þess að gert verði ráð fyrir rýmri opnunartíma sundlaugar í Boðaþingi við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Ráðið tekur sérstaklega undir tillögu íbúa um opnun laugarinnar á laugardögum, enda væri með því hægt að auka þjónustuna umtalsvert með lágmarks tilkostnaði.

Fundi slitið - kl. 12:44.