Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

15. fundur 12. febrúar 2024 kl. 16:15 - 17:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Magnús Þorsteinsson aðalmaður
  • Ingveldur Jónsdóttir aðalmaður
  • Axel Þór Eysteinsson, aðalmaður boðaði forföll og Unnur Berglind Friðriksdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Salóme Mist Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Frímann Sigurnýasson varaformaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hekla Björk Hólmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Kristján Rögnvaldsson starfsmaður velferðarsviðs
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir starfsmaður velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Jón Kristján Rögnvaldsson skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar
Dagskrá

Almenn mál

1.2402361 - Aðgengi fatlaðs fólks að Heilsugæslunni Hamraborg

Erindi frá fulltrúum í notendaráði um aðgengi fatlaðs fólks að Heilsugæslunni í Hamraborg.
Fulltrúar í notendaráði óska eftir endurskoðun á fjölda bílastæða fyrir hreyfihamlaða við Heilsugæslustöðina að Hamraborg 8 vegna eðlis starfsseminnar. Í dag eru þrjú bílastæði við húsið en eitt þeirra er langt frá aðalinngangi hússins.

Almenn mál

2.2402420 - Erindi frá notendaráði í málefnum fatlaðs fólks til skipulagsráðs

Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks krefst þess að núverandi deiliskipulag í
miðbænum fyrir reiti B1-1, B1-3, B2 og B4 verði fellt úr gildi.

Þegar nýtt deiliskipulag verður unnið fyrir þessa reiti, þarf aðgengi íbúa í
nágrenninu að heimilum sínum að vera tryggt, bæði á byggingartíma og eftir
hann, í fullu samræmi við byggingareglugerð.

Bókun.
Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið sem ekki hefur komið til framkvæmda. Bæjaryfirvöld munu ekki veita leyfi til uppbyggingar svæðisins nema að áður hafi framkvæmdaaðili lagt fram áætlun um hvernig aðgengi íbúa á svæðinu að eignum sínum verði tryggt á framkvæmdatíma. Eðli máls samkvæmt verða engar framkvæmdir heimilaðar nema að þær séu í samræmi við byggingarreglugerð, mannvirkjalög og önnur lagafyrirmæli.
Björg Baldursdóttir.
Magnús Þorsteinsson.



Almenn mál

3.2402421 - Aðgengisfulltrúi

Notendaráð óskar eftir aðgengisfulltrúi Kópavogsbæjar komi á næsta fund ráðsins og geri grein fyrir hlutverki sínu.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.2402365 - Íbúðakjarni - Kleifakór 2

Nýr íbúðakjarni við Kleifakór 2 verður opnaður snemma árs 2025. Framkvæmdin kynnt og farið yfir teikningar að húsinu.
Notendaráð þakkar góða kynningu á nýjum íbúðakjarna við Kleifakór 2 og lýst vel á þessar fyrirætlanir.

Almenn mál

5.2402422 - Heimsóknir á starfsstöðvar

Rætt um áhuga meðlima notendaráðs á að heimsækja starfsstöðvar sem falla undir málaflokk fatlaðs fólk.
Rætt um áhuga meðlima notendaráðs á að heimsækja valdar starfsstöðvar sem falla undir málaflokk fatlaðs fólk.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

6.2402363 - Húsnæðismál í málaflokki fatlaðs fólks

Jón Kristján Rögnvaldsson flytur kynningu á því sem er framundan í húsnæðismálum hjá skrifstofu starfsstöðva og þróunar.
Skrifstofustjóri starfsstöðva og þróunar fór yfir það sem er á döfinni í húsnæðismálum málaflokksins.

Fundi slitið - kl. 17:45.