Menntaráð

111. fundur 21. mars 2023 kl. 17:15 - 19:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Sigvaldi Egill Lárusson formaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jónas Haukur Thors Einarsson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Þórarinn Hjörtur Ævarsson aðalmaður
  • Guðrún G Halldórsdóttir
  • Kristgerður Garðarsdóttir
  • Jóhannes Birgir Jensson
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.23021029 - Þjónusta við ungt fólk í Kópavogi

Tillaga lögð fram.
Amanda K. Ólafsdóttir, verkefnastjóri frístundadeildar og Anna Birna Sveinbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs gerðu grein fyrir tillögu um breytingar á þjónustu við ungt fólk.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði til að tillögu um þjónustu við ungmenni yrði vísað til ungmennaráðs til umsagnar, menntaráð feldi tillöguna með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.

Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti, með 4 atkvæðum, tillöguna um þjónustu við ungt fólk og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Jafnframt felur ráðið deildarstjóra frístundadeildar að leita eftir umsagnar ungmennaráðs og leggja fram með tillögu til bæjarráði og bæjarsstjórn.

Undirrituð eru ekki tilbúin til þess að taka efnislega afstöðu til tillögunnar, þar sem ungmennaráð hefur ekki fengið erindið til umfjöllunar og þar með liggur afstaða ráðsins ekki fyrir.
Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs, og æskulýðslögum (nr. 70/2007), er hlutverk þess að vera bæjarstjórn Kópavogs og öðrum nefndum til ráðgjafar um málefni barna og ungmenna. Menntaráð ætti því að afla umsagnar ungmennaráðs áður en málið fær afgreiðslu.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs.

Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ugmennaráð hefur sannarlega verið til ráðgjafar í þessu máli og gerð skýrslunnar sem þessar tillögur byggja á. Ekki er þó við hæfi að ugmennaráð sem skipað er ungmennum á aldrinum 13-20 ára taki ákvarðanir um skipulagsbreytingar sem þessar. Leitað verður eftir umsögn frá ungmennaráði eins og samþykkt meirihluta menntaráðs gerir ráð fyrir áður en málið fer fyrir bæjarráð. Efni tillögunar er virkilega jákvætt fyrir þjónustu við ungt folk í Kópavogi og mikilvægt að hrinda því af stað sem fyrst. Ef tillagan verður samþykkt hjá bæjarráði og bæjarstjórn verður samráð haft við ungmennaráð um innleiðingu tillögunar.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pýrata, Einar Örn Þorvarðarson, fulltrúi Viðreisnar, Donata H Bukowska, fulltrúi Samfylkingar og Þórarinn Ævarsson, fulltrúi Vina Kópavogs lögðu fram eftirfarandi bókun:
Núverandi ungmennaráð hefur sannarlega ekki verið til ráðgjafar í þessu tiltekna máli, en fulltrúar ungmennaráðs árið 2019 tóku þátt í vinnu við að móta tillögur um aðgerðir til umbóta í þjónustu við ungt fólk. Það að fullyrða að ekki sé við hæfi að ungmenni taki ákvörðun um skipulagsbreytingar sem þessa felur bæði í sér útúrsnúning og vanvirðingu við ungmennaráð.
Samkvæmt erindisbréfi ungmennaráðs skulu fundir ungmennaráðs haldnir fyrir opnum dyrum, og telst fundur aðeins löglega boðaður með að minnsta kosti eins sólarhrings fyrirvara með skriflegri dagskrá. Ekki næst að afla afstöðu ungmennaráðs með fullnægjandi fyrirvara svo umsögnin berist í tæka tíð með fundarboði bæjarráðs næstkomandi fimmtudagsmorgunn þannig að fundarmenn hafi lögmætan fyrirvara á boðun og gögnum. Undirrituð harma að ekki sér borin meiri virðing fyrir ungmennaráði í sjálfu barnvæna samfélaginu Kópavogsbæ, sem hefur skuldbundið sig til þess að framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar með bera virðingu fyrir skoðunum barna, hlusta og taka mark á þeim.

Sigvaldi Egill Lárusson, formaður menntaráðs, Hanna Carla Jóhannsdóttir, Haukur Einarsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sigrún Hulda Jónsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti menntaráðs harmar afstöðu minnihlutanas í þessu jákvæða máli. Samkvæmt 5. Gr erindisbréfs ungmennaráðs er ráðinu heimilt að funda strax ef það er mál sem krefst skjótrar úrlausna. Ekki er við hæfi að setja börn og ungmenni 13-20 ára í þær aðstæður að taka stórar ákvarðanir í viðkvæmum skipulagsbreytingum og niðurlagningu starfa sem þessar tillögur fela í sér. Meirihluti menntaráðs er einmitt með hag barnanna þarna að leiðarljósi.
Meitihluti menntaráðs ítrekar að fullt samráð verði haft við ungmennaráð í innleiðingu á þessum jákvæðu tillögu sem mun fela í sér aukna þjónustu við ungt folk.





Almenn erindi

2.23031504 - Vinnustund í grunnskólum - endurskoðun

Gerð grein fyrir stöðu vinnu við endurskoðun á vinnustund í grunnskólum.
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Kópavogsbæjar, greindi frá stöðu við greiningu og endurskoðun á vinnustund.

Almenn erindi

3.2303310 - Hörðuvallaskóli

Tillaga um skipulagsbreytingar lögð fram.
Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Hörðuvallaskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Almenn erindi

4.1901753 - Ytra mat á grunnskóla 2018 Vatnsendaskóli valinn

Umbótum í kjölfar ytra mats í Vatnsendaskóla lokið, umbótaáætlun lögð fram.
Máli frestað.

Fundi slitið - kl. 19:31.