Menntaráð

93. fundur 01. mars 2022 kl. 17:15 - 19:15 hjá Skólahljómsveit Kópavogs, Tónhæð, Álfhólsvegi 102
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Össuri Geirssyni stjórnenda Skólahljómsveitar Kópvogs fyrir höfðinglegar mótttökur.

Almenn erindi

1.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Staða matsrannsóknar kynnt og rædd.
Sólveig Jakobsdóttir, prófessor og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ sögðu frá stöðu matsrannsóknar á innleiðingu spjaldtölva í skólastarf grunnskóla.

Gestir

  • Bergþór Þórhallsdóttir, verkefnastjóri í upplýsingatækni - mæting: 17:15

Almenn erindi

2.22021201 - Kópurinn 2022

Reglur Kópsins, viðurkenningar menntaráðs, lagðar fram til ígrundunar og fyrirkomulag á framkvæmd 2022 rætt.
Reglur Kópsins, viðurkenningar menntaráðs, lagðar fram til ígrundunar og valnefnd kosin. Í henni sitja Birkir Jón Jónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal og Jóhannes Birgir Jensson.

Fundi slitið - kl. 19:15.