Menntaráð

92. fundur 15. febrúar 2022 kl. 17:15 - 19:15 Í Geðræktarhúsi, Kópavogsgerði 8
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2105085 - Stýrihópur - Kórinn kjallari

Skýrsla stýrihóps um nýtingu kjallara Kórsins lögð fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.2202267 - Frístund-opnunartími

Lögð fram tillaga um breytingu á opnunartíma frístunda í grunnskólum.
Máli frestað og því vísað til forstöðumanna frístunda að kanna hug þeirra foreldra sem nýta opnunartíma til kl. 17.

Almenn erindi

3.2201695 - Bæjarfulltrúi Karen Halldórsdóttir óskar eftir að fá á dagskrá endurskoðun fyrirkomulags sundkennslu í grunnskólum

Bæjarráð vísar erindi til umfjöllunar í menntaráð.
Menntaráð leggur til að grunnskólar Kópavogs hvetji nemendur til að ljúka 10. sundstigi við lok 9. bekkjar og í þess stað verði boðið upp á tíma í hreyfingu eða bóklegum skólaíþróttum. Grunnskólar í samstarfi við menntasvið leiti fjölbreyttra leiða til að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að mæta í sundkennslu. Menntaráð hvetur Mennta- og barnamálaráðuneyti til að endurskoða kröfur í aðalnámskrá grunnskóla.

Almenn erindi

4.1512172 - Skemmtilegri grunnskólalóðir

Tillaga um framkvæmdir á skólalóðum grunnskóla sumarið 2022 lögð fram.
Menntaráð samþykkir tillögu um framkvæmdir á skólalóðum 2022 með öllum greiddum atkvæðum og áréttar af því tilefni að í jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar er fjallað um jafnréttissjónarmið í skipulagsmálum þar sem áhersla er lögð á að skapa gott og öruggt umhverfi sem mætir þörfum ólíkra hópa og tryggja aðgengi fyrir alla, sérstaklega aðgengi fatlaðra. Ennfremur er í nýrri menntastefnu bæjarins fjallað um aðstöðu sem styður við nám og leik, þar sem áhersla er á aukið samráð við börn um mótun umhverfis og aðstöðu til náms og leikja. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður jafnframt á um að börn eigi rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.

Almenn erindi

5.2101724 - Menntasvið-matsrannsókn, spjaldtölvur

Lagt fram minnisblað um tafir á skilum lokaskýrslu.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2201869 - Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa

Bréf frá umboðsmanni barna lagt fram.
Menntaráð felur menntasviði að svara bréfi umboðsmanns barna og kynna aðgerðir í Kópavogi vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Almenn erindi

7.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Farið yfir stöðu mála í grunnskólum í ljósi Covid-19.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.