Menntaráð

89. fundur 07. desember 2021 kl. 17:15 - 19:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002219 - Réttindaskólar Unicef í Kópavogi

Kynning á vinnu Snælandsskóla við innleiðingu réttindaskólaverkefnis Unicef.
Snælandsskóli hefur fengið viðurkenningu sem réttindaskóli og réttindafrístund Unicef. Magnea Einarsdóttir, skólastjóri og Kristín Pétursdóttir, deildarstjóri Snælandsskóla kynntu verkefnið, sem skólinn, frístundin og félagsmiðstöðin eru þátttakandendur í.
Menntaráð þakkar fyrir góða kynningu og óskar Snælandsskóla og frístundastarfi í skólanum til hamingju með viðurkenninguna.

Almenn erindi

2.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Máli frestað frá fundi menntaráðs þann 16. nóvember 2021.
Menntaráð samþykkti umsögn um lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

3.2001382 - Starfsáætlanir skóla- og frístundastarfs við grunnskóla Kópavogs - viðmið

Viðmið um skóladagatal ásamt tillögum um skólabyrjun, vetrarfrí og sameiginlega starfsdaga lagt fram.
Menntaráð samþykkir dagsetningar á skólabyrjun, vetrarfríum og sameiginlegum skipulagsdögum fyrir skólaárið 2022 -2023 með öllum greiddum atkvæðum. Menntaráð felur grunnskóladeild að gera könnun meðal foreldra á haustönn 2022 um fyrirkomulag vetrarfría.

Almenn erindi

4.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Kynnt aðgerðaráætlun menntasviðs og niðurstöður fjárhagsáætlunnar 2022.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs kynnti niðurstöður stefnumiðaðrar fjárhagsáætlunar 2022.

Almenn erindi

5.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Fundaráætlun menntaráðs fyrir vorönn 2022 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:13.