Menntaráð

82. fundur 17. ágúst 2021 kl. 17:15 - 19:25 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • María Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1909769 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lykiltölur í grunnskóla- og frístundastarfi fyrir skólaárið 2020-2021 lagðar fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

2.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundaklúbbur

Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn á mið- og unglingastigi grunnskóla lagðar fram.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

3.2108509 - Tillaga um grænkeravalkost í mötuneytum erindi frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur

Tillaga lögð fram.
Menntaráð felur menntasviði að vinna áfram tillögu um framkvæmd grænkeravalkosts í mötuneytum grunnskóla og félagsmiðstöðvum aldraðra.

Almenn erindi

4.1701440 - Menntaráð-fundaáætlun og ýmis gögn

Fundaáætlun fyrir haustmisseri 2021 lögð fram.
Fundaráætlun samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

5.2009113 - Öldungaráð 2020-2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.2008515 - Menntasvið-viðbragðsáætlanir vegna COVID-19

Skólabyrjun haustið 2021 í ljósi heimsfaraldurs.
Farið yfir skipulag skólastarfs með tilliti til COVID-19.

Fundi slitið - kl. 19:25.