Menntaráð

66. fundur 15. september 2020 kl. 17:00 - 18:40 í Golfskála GKG
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Sameiginlegur fundur íþróttaráðs, leikskólanefndar og menntaráðs.

Almenn erindi

1.2005050 - Menntasvið-Rannsókn og greining - Niðurstöður Ungt fólk 2020

Fulltrúi frá Rannsókn og greiningu kynnir niðurstöðu fyrir Kópavog á rannsókninni Ungt fólk sem tekin var síðasliðinn vetur meðal nemenda í 8., 9. og 10 bekk í grunnskólum Kópavogs.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknir og greining ehf, kynnti helstu niðurstöður fyrir Kópavog.

Almenn erindi

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Kynning á tilkynningahnappi í spjaldtölvum hjá nemendum í 5. -10. bekk í grunnskólum Kópavogs. Tilgangur tilkynningahnapps er að veita börnum greiðari aðgang að því leita aðstoðar hjá barnavernd Kópavogs.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs og Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar, kynntu aðdraganda að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tilkynningahnapp Barnaverndar sem er ein af aðgerðum við innleiðingu sáttmálans.

Fundi slitið - kl. 18:40.