Menntaráð

45. fundur 20. ágúst 2019 kl. 17:15 - 18:59 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Gunnsteinn Sigurðsson varamaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Elvar Páll Sigurðsson aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Jóhannes Birgir Jensson foreldrafulltrúi
  • Magnea Einarsdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.1704658 - Menntasvið-tölfræði 2017-2020

Farið yfir tölulegar upplýsingar í upphafi skólaárs 2019-2020.
Tölulegar upplýsingar um upphaf skólastarfs og frístundar lagðar fram. Menntaráð fagnar því hversu vel gengur að ráða starfsfólk í frístund við grunnskólanna í bænum.

Almenn erindi

2.1906574 - Menntasvið-leiðsagnarkennarar

Fjallað um hlutverk leiðsagnarkennara í nýju samkomulagi Sambandsins íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Hlutverk leiðsagnarkennara í Kópavogi ásamt samkomulagi KÍ og sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnufyrirkomulag leiðsagnarkennara kynnt og rætt.

Almenn erindi

3.1906455 - Menntasvið- umbótaverkefni

Kynning á vinnu framkvæmdahópa menntasviðs sem stofnaðir voru á vormisseri 2017 í tengslum við stefnumótunarvinnu hjá bænum.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.16051398 - Grunnskóladeild-endurmenntun kennara

Framkvæmd endurmenntunarnámskeiða sem haldin voru 12. - 14. ágúst s.l. kynnt.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:59.