Menntaráð

31. fundur 02. október 2018 kl. 17:15 - 19:15 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Pálsdóttir varamaður
  • Ása Richardsdóttir varamaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
  • Björg Baldursdóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Ágústi Frímanni Jakobssyni, góðar móttökur, áhugaverða kynningu á metnaðarfullu starfi skólans og góðar veitingar.

Almenn erindi

1.1810010 - Menntaráð-Kosningar í embætti

Kosning formanns og varaformanns.
Tillaga um kosningu formanns og varaformanns:

Helga María Harllgrímsdóttir leggur fram tillögu um að Margrét Friðriksdóttir verði kosin formaður.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Margrét Friðriksdóttir leggur fram tillögu um að Helga María Hallgrímsdóttir verði varaformaður.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Almenn erindi

2.1710006 - Forvarnavika frístundadeildar

Forvarnarvika er haldin í tengslum við forvarnardaginn sem er 9. október í félagsmiðstöðvum barna-, ungmenna og aldraðra.
Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar kynnti dagskrá forvarnarviku. Menntaráð lýsir ánægju sinni með vandaða dagskrá.

Almenn erindi

3.1509225 - Frístundadeild-félagsmiðstöðvar eldri borgara.

Nýliðakynning er samstarfsverkefni ýmissa félaga- og stofnanna sem standa fyrir fjölbreyttu og öflugu starfi fyrir eldri borgara.
Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar kynnti fyrirkomulag nýliðakynningar sem haldin var í fyrsta sinn í Kópavogi.

Almenn erindi

4.1712747 - Menntasvið-fyrirbyggjandi starf og foreldrasamstarf

Kynning á viðbrögðum og fyrirbyggjandi aðgerðum vegna útivistartíma unglinga í grunnskólum.
Lagt fram til upplýsingar.

Almenn erindi

5.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lykiltölur í grunnskóla- og frístundastarfi 2018 lagðar fram.
Lykiltölur lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.