Menntaráð

17. fundur 07. nóvember 2017 kl. 17:15 - 19:15 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Björg Baldursdóttur,skólastjóra Kársnesskóla fyrir góðar mótttökur og veitingar.

Almenn erindi

1.1710251 - Frístundadeild -forvarnarverkefni

Verkefnið Markvissar forvarnir, sem styrkt var af forvarnarsjóði Kópavogsbæjar kynnt. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að nýta betur það fjármagn sem lagt er til forvarna í Kópavogi og efla þannig forvarnir.
Kynningu frestað.

Almenn erindi

2.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Kynning á stöðu húsnæðismála Kársnesskóla.
Gerð var grein fyrir stöðu húsnæðismála skólans bæði hvað varðar undirbúning að nýrri byggingu við Skólagerði og fyrirkomulagi skólastarfs í vetur.

Almenn erindi

3.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lykiltölur í skólastarfi lagðar fram.
Lykiltölur lagðar fram.

Almenn erindi

4.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Lokaskil Álfhólsskóla í kjölfar ytra mats lögð fram.
Menntaráð lýsir ánægju sinni yfir faglegum vinnubrögðum skólans við umbætur í kjölfar ytra mats.

Almenn erindi

5.1306626 - Gengið gegn einelti

Vináttuganga fer fram í öllum hverfum bæjarins 8. nóvember á degi gegn einelti. Skipulag göngu kynnt.
Dagskrá Vináttugöngu lögð fram.

Önnur mál

6.1509226 - Frístundadeild-Félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Forvarnir og málefni unglinga í Kópavogi rædd.

Fundi slitið - kl. 19:15.