Menntaráð

15. fundur 03. október 2017 kl. 17:15 - 19:55 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Björg Konráðsdóttir varamaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
  • Þorvar Hafsteinsson foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Sigrúnu Bjarnadóttur, skólastjóra glæsilegar veitingar og kynningu á metnaðarfullum þróunar- og nýbreytniverkefnum sem verið er að vinna í skólanum. Einnig þakkar menntaráð Snorra Páli Þórðarsyni, forstöðumanni félagsmiðstöðvar skólans, góða og upplýsandi kynningu á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Almenn erindi

1.1601816 - Menntasvið-Skil skólastiga

Skýrsla vinnuhóps um skil skólastiga lögð fram. Máli frestað frá fyrra fundi.
Menntaráð mælir með að menntasvið vinni framkvæmdaráætlun út frá tillögum sem birtast í skýrslu. Þegar í stað verði hafin vinna við tilraunaverkefni milli leik- og grunnskóla í einu hverfi bæjarins. Menntasvið upplýsi menntaráð reglulega um verkefni.

Almenn erindi

2.1701515 - Menntasvið-starfshópur um starfsumhverfi kennara í grunnskólum

Umbótaáætlun og lokaskýrsla Kópavogs vegna bókunar 1 í kjarasamningi FG og SNS lögð fram til kynningar.
Kynntar voru helstu niðurstöður og framkvæmdaráætlun Kópavogsbæjar í skýrslunni.

Almenn erindi

3.1705266 - Sjávarútvegssýning 2017

Svar við fyrirspurn um sjávarútvegssýningu lagt fram.
Svar við fyrirspurn lagt fram.

Almenn erindi

4.1709717 - Frá foreldrum og forráðamönnum barna í 2. bekk í Vatnsendaskóla varðandi ástand dægradvalar skólans

Bréf frá foreldrum lagt fram.
Menntaráð felur menntasviði að svara erindi foreldra í samræmi við drög að bréfi sem fyrir liggur.

Almenn erindi

5.1710004 - Fyrirspurn frá Helgu Maríu Hallgrímsdóttur um stöðu flóttamenn sem Kópavogur tók á móti 2016

Helga María Hallgrímsdóttir, fulltrúi Framsóknar óskar eftir upplýsingum um stöðu nemenda sem komu í Kópavog sem kvótaflóttamenn í byrjun árs 2016, stuðning við þá í menntakerfinu og hvernig þeir og fjölskyldur þeirra hafi aðlagast skólasamfélaginu.
Máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

6.1710006 - Forvarnavika frístundadeildar 2017

Dagskrá forvarnarviku lögð fram.
Nefndarmenn eru boðnir velkomnir á viðburði.

Fundi slitið - kl. 19:55.