Menntaráð

13. fundur 05. september 2017 kl. 17:15 - 19:37 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson vara foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalfulltrúi
  • Ágúst Frímann Jakobsson fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Jana Eir Víglundsdóttir
  • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar góðar mótttökur og veitingar í Hörðuvallaskóla. Jafnframt þakkar ráðið Bjarka Sigurjónssyni, forstöðumanni í félagsmiðstöðinni Kúlunni í Hörðuvallaskóla fyrir kynningu á starfinu. Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar á menntasviði sagði frá forvarnarviku í félagsmiðstöðvum í Kópavogi sem verður vikuna 16. - 20. október.

Almenn erindi

1.1612207 - Ytra mat á grunnskólum 2017. Hörðuvallaskóli valinn

Skýrsla um ytra mat á Hörðuvallaskóla lögð fram.
Menntaráð þakkar Ágústi Jakobssyni, skólastjóra Hörðuvallaskóla, Þórunni Jónasdóttur og Eddu Kjartansdóttur aðstoðarskólastjórum góða kynningu á ytra mati á skólastarfinu og þeirri metnaðarfullu vinnu sem farin er af stað í skólanum.

Almenn erindi

2.17082385 - Starfsmannamál grunnskóla 2017

Minnisblað um stöðu ráðninga í grunnskólum Kópavogs lagt fram.
Lagt fram.

Almenn erindi

3.1601816 - Menntasvið-Skil skólastiga

Skýrsla starfshóps um skil leik- og grunnskóla ásamt tillögum lögð fram.
Skýrsla lögð fram og máli frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

4.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna

Bréf frá skólastjóra Snælandsskóla lagt fram.
Menntaráð þakkar framlagt bréf með skýringum skólastjóra Snælandsskóla varðandi kaup á námsgögnum fyrir nemendur Snælandsskóla.
Menntaráð áréttar mikilvægi verkefnisins og að skólastjóri tryggi gott samráð og samstarf við foreldrafélagið um framkvæmd innkaupa.

Almenn erindi

5.1704329 - Framleiðsla á mat fyrir Kópavogsskóla og Smáraskóla 2017 - 2020 - útboð

Upplýsingar um aðkeyptan mat.
Málið kynnt og rætt.

Önnur mál

6.1709276 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla - frá foreldrafélagi

Menntaráð vísar erindinu til úrvinnslu menntasviðs sem vinni í samvinnu við umhverfissvið og skólastjóra Hörðuvallaskóla. Ráðið óskar eftir að lagt verði fram skriflegt svar fyrir fund þess 19. september.

Önnur mál

7.1705266 - Sjávarútvegssýning 2017

Fyrirspurn kom frá Helgu Maríu Hallgrímsdóttur, fulltrúa Framsóknarflokks um Sjávarútvegssýningu í Fífunni og óskar eftir að fá upplýsingar um áhrif sýningar á starf Smáraskóla.

Fundi slitið - kl. 19:37.