Menntaráð

7. fundur 04. apríl 2017 kl. 17:15 - 19:55 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Jana Eir Víglundsdóttir
  • Stefán Ómar Jónsson
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Menntaráð þakkar Hafsteini Karlssyni, skólastjóra kynningu á áhugaverðum þáttum í skólastarfinu. Jafnframt þakkar ráðið fyrir góðar veitingar.

Almenn erindi

1.1703834 - Menntasvið-menntun án aðgreiningar

Niðurstöður á úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar lögð fram til umræðu á síðasta fundi ráðs en umræðu frestað.

Sjá skýrslu og kynningu á eftirfarandi slóðum:
http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/frettir-skolamal/nr/2983
http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/menntun-an-adgreiningar
Menntaráð leggur áherslu á að fylgst verði með vinnu við aðgerðaáætlun sem stýrihópur verkefnis mun vinna. Jafnframt að hafin verði greining á stöðunni í Kópavogi.

Almenn erindi

2.1701440 - Menntaráð-fundaráætlun og ýmis gögn

Farið yfir grunngögn fundarmanna í menntaráði og stefnumótandi hlutverk þess.
Menntaráð óskar eftir sameiginlegum fundi allra fastanefnda Menntasviðs til að undirbúa vinnu við sameiginlega stefnumótun sviðsins.

Jafnframt er óskað eftir að fá kynningu á starfsáætlun grunnskóladeildar menntasviðs árlega að minsta kosti.

Almenn erindi

3.17031366 - Kópurinn 2017

Endurskoða, reglur um viðurkenningu menntaráðs, Kópinn fyrir gott skólastarf.
Lagt er til að hátíðin verði fimmtudaginn 18. maí kl. 15-17.
Valnefnd skipa Sverrir Óskarsson og Ragnhildur Reynisdóttir frá meirihluta, Sóley Ragnarsdóttir frá minnihluta og Arnar Björnsson frá Samkóp.

Fundi slitið - kl. 19:55.