Menntaráð

4. fundur 21. febrúar 2017 kl. 17:15 - 19:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
  • Jana Eir Víglundsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar kemur og segir frá stöðu mála.
Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar gerði grein fyrir stöðu verkefnis. Menntaráð óskar eftir stöðuskýrslu einu sinni á ári.

2.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn

Umbótaáætlun skólans lögð fram til kynningar.
Menntaráð þakkar metnaðarfulla umbótaáætlun.

3.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Kynning á stöðu húsnæðismála í Kársnesskóla og erindi frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs sem lagt var fyrir bæjarráð 16.2.
Málið kynnt og umræður sköpuðust.

4.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Athugasemdir við framkvæmdaráætlun lagðar fram til umræðu.
Menntaráð leggur fram ábendingar við framkvæmdaráætlun lýðheilsustefnu.

5.1604164 - Dægradvöl-opnunartími og sumarúrræði.

Erindi varðandi opnun dægradvala í dymbilviku lagt fram.
Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:30.