Menntaráð

3. fundur 07. febrúar 2017 kl. 17:15 - 20:40 í Snælandsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir formaður
  • Ólafur Örn Karlsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalmaður
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Baldvinsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunskóladeildar
Dagskrá

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Lýðheilsustefna lögð fram til umsagnar samkvæmt beiðni bæjarráðs frá 17. október 2016.
Menntaráð fagnar Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Markmið lýðheilsustefnu eru metnaðarfull og til þess gerð að stuðla að betra samfélagi og gera Kópavogsbæ að eftirsóknaverðum stað að búa á. Að hvetja til heilbrigðari lífsstíls er öllu samfélaginu til góðs. Með stefnunni verður unnið að því að skapa umhverfi sem stuðlar að hreyfingu og útivist og bættu öryggi í umhverfi bæjarbúa. Mikilvægt er að innleiðingin verði sýnileg bæjarbúum og framkvæmd hennar teygi sig út í allt samfélagið. Lykillinn að því að ná árangri með markmiðum lýðheilsustefnu er að samfélagið allt taki þátt í innleiðingunni. Menntaráð mun í framhaldi skila ábendingum varðandi aðgerðaáætlun.

2.1612252 - Skil starfshóps um skoðun á skráningum upplýsinga um grunnskólanemendur í rafræn upplýsingakerfi

Skil starfshóps og leiðbeiningar fyrir grunnskóla um notkun rafrænna upplýsingarkerfa lagðar fram til kynningar ásamt minnisblaði um vinnutilhögun í Kópavogi.
Erindi var lagt fyrir bæjarráð þann 15. desember 2016 og því vísað til menntasviðs til útvinnslu.
Lagt fram til kynningar.

3.1604164 - Dægradvöl-opnunartími og sumarúrræði.

Jólaopnun dægradvala kynnt.
Lagt fram til umræðu.

4.1702107 - Umsókn um námsstyrk-kennsluafslátt

Breyting á reglum um námsstyrki - kennsluafslátt lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt einróma með áorðnum breytingum.

Fundi slitið - kl. 20:40.