Leikskólanefnd

66. fundur 21. janúar 2016 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Agnes Jóhannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri
Dagskrá

1.1601816 - Menntasvið-Skil skólastiga

Fundarmenn upplýstir um sameiginlega vinnu leik- og grunnskóla við eflingu samstarfs milli skólastiga.

2.16011003 - Leikskóladeild-Ástand húsnæðis leikskólanna.

Formaður leikskólanefndar óskar eftir greinargerð frá umhverfissviði um ástand húsnæðis leikskólanna í Kópavogi, m.t.t. viðhalds og endurbóta.

3.1510157 - Skipulagsdagar Kór

Í ljósi mjög sérstakra aðstæðna samþykkir leikskólanefnd beiðni um breytingu á skipulagsdegi, með fyrirvara um að fyrir liggi staðfesting á breytingu flugs og upplýsingum um námskeiðið.

4.1601655 - Leikskóladeild-Rannsóknaverkefni; sótt um leyfi til viðtala v. nokkra leikskólakennara.2016

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra.

5.14021017 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

6.1601077 - Umsókn um leyfi og endurnýjun.

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

7.1112357 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

8.1410588 - Menntasvið-Lestur og lesskilningur

Fundarmenn upplýstir um stefnumótunarfund leik- og grunnskóla í Kópavogi um málþroska og læsi sem fram fer í Álfhólsskóla, 9. febrúar næstkomandi.

9.1409239 - Menntasvið-fundir leikskólastjóra

Fundargerð fimmta fundar leikskólastjóra fyrir skólaárið 2015 - 2016 lögð fram til umræðu.

10.16011275 - Óskað eftir rannsóknarleyfi í leikskólum Kópavogs

Leikskólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki sérkennslufulltrúa á leikskóladeild menntasviðs og foreldra.

Fundi slitið.