Leikskólanefnd

83. fundur 08. júní 2017 kl. 17:00 - 18:59 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Magnús Helgi Björgvinsson aðalfulltrúi
  • Margrét Sigmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergrún Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir foreldrafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri Leikskóla
Dagskrá

Almenn mál

1.17051887 - Sameiginleg vinna fastanefnda menntasviðs

Í erindisbréfi menntaráðs er eitt af hlutverkum þess að hafa samráð við aðrar nefndir sviðsins um sameiginlega stefnumótun.
Meginhlutverk allra nefnda verður kynnt og helstu stefnur menntasviðs.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs, setti fundinn og gerði grein fyrir tilgangi hans. Því næst kynnti hún hlutverk menntaráðs, Jón Finnborgason, formaður íþróttaráðs, og Eiríkur Ólafsson, formaður leikskólanefndar, gerðu síðan grein fyrir hlutverki og helstu verkefnum sinna nefnda.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs, kynnti menntasvið, skipulag þess og hlutverk. Að því búnu voru hópumræður.

Áætlað er að næsti sameiginlegi fundur nefndanna verði í október 2017.

Fundi slitið - kl. 18:59.