Leikskólanefnd

1. fundur 19. janúar 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.910067 - Starfsáætlanir leikskóla 2009-2010

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirtalinna leikskóla með fyrirvara um breytingar vegna fjárhagsáætlunar: Efstihjalli, Urðarhóll, Álfaheiði, Fífusalir, Marbakki, Sólhvörf,  

2.912620 - Skýrsla vegna þróunarverkefnis í Kópasteini 2009

Leikskólanefnd þakkar fyrir skýrsluna.

3.912619 - Ályktun frá Félagi leikskólakennara

Ályktun frá Félagi leikskólakennara lögð fram og rædd.

4.1001060 - Framhald rannsóknar á útbreiðslu ónæmra baktería hjá börnum í leikskólum Kópavogs

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

5.1001059 - Ósk um að fá að taka tvo samliggjandi skipulagsdaga

Erindið er samþykkt með fyrirvara um samþykki stjórnar foreldrafélags.

6.909518 - Önnur mál

a: Sparnaðaráætlun vegna leikskóla rædd.

b: Umsókn frá Álfaheiði um fækkun barna. Óskað eftir umsögn leikskólafulltrúa, málinu vísað til næsta fundar.

c: Leikskólanefnd þakkar leikskólanum Baugi fyrir hefti um verkefni sem börn og kennarar leikskólans unnu vorið 2009.

Fundi slitið - kl. 18:15.