Leikskólanefnd

33. fundur 04. desember 2012 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Signý Þórðardóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1211139 - Ráðstefna leikskóla Kópavogs

Leikskólafulltrúi sagði frá ráðstefnunni sem tókst mjög vel og mikil ánægja var með.

Bergrún Ísleifsdóttir, leikskólakennari flutti eitt erindi af ráðstefnunni. Leikskólanefnd þakkar Bergrúnu fyrir faglegt og skemmtilegt erindi.

2.1206139 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2012-2013

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir Aðalþings og Sólhvarfa. Rætt um athyglisverða hugmynd um fyrirkomulag skipulagsdaga í Aðalþingi.

3.1211065 - Aðbúnaður og öryggi í leik- og grunnskólum

Fulltrúi leikskólastjóra lýsti erindi Umboðsmanns barna. Fulltrúi leikskólastjóra óskar eftir að fá gátlista um skoðanir/úttektir á leikskólalóðum. Hann lýsti einnig yfir áhyggjum yfir hávaða og áreiti í leikskólum og að hugað verði að því að fylgja eftir að heildarfermetrarými á barn nái 7 fm.

4.1208797 - Fundir leikskólastjóra 2012-2013

Lagðar fram fundargerðir 2 og 3 fundar leikskólastjóra skólaárið 2012-2013. Rætt um sumarlokanir. Leikskólanefnd mælir með að sumarlokanir verði með sama hætti 2014 og þegar hefur verið samþykkt fyrir 2013. Mikilvægt er fyrir foreldra og skipulagningu starfs í leikskólunum að hafa góðan fyrirvara. 

5.1211283 - Beiðni um fækkun barna í leikskólanum Dal

Leikskólanefnd hefur fullan skilning á erindinu og vonar að t.d. með opnun nýs leikskóla opnist svigrúm til að fækka börnum i Dal.

6.1211281 - Tölvumál leikskólans Álfaheiði

Unnið er að því að bæta tölvumál í leikskólum og skýrsla nefndar er væntanleg á næstunni.

7.1211141 - Beiðni um endurtekningu á rannsókn á útbreiðslu ónæmra baktería hjá börnum í leikskólum

Leikskólanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að fá að kynna sér niðurstöður.

8.1209297 - Starf daggæslufulltrúa á menntasviði laust til umsóknar

Tuttugu og sjö umsóknir bárust um stöðu daggæsluráðgjafa. Fjórtán uppfylltu skilyrði um leikskólakennaramenntun.

Ráðin var María Kristjánsdóttir, leikskólakennari.

9.1211162 - Gjaldskrá leikskóla Kópavogs

Ný gjaldskrá lögð fram. Fulltrúi foreldra og Sigurður Grétarsson mótmæltu þeirri hækkun sem í henni felst. 

Umræður sköpuðust um fæði í leikskólum og mikilvægi þess að boðið sé upp á hollan og næringarríkan mat í leikskólum. Fram kom að verið er að vinna að því að skoða innkaup og hvar hagkvæmast sé að kaupa.  

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:15.