- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lögð fram greinargerð leikskólafulltrúa um mögulega útfærslu á vetrarleyfum í leikskólum.
Í ljósi fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar og að teknu tilliti til reynslu leikskólastjóra af tveggja vikna sumarlokunum leikskólanna leggur meirihluti leikskólanefndar til að sumarlokanir árið 2011 verði samfleytt í fjórar vikur. Nánari útfærsla verði í höndum leikskólafulltrúa í samvinnu við leikskólastjóra.
Minnihluti leikskólanefndar leggur fram eftirfarandi bókun: Minnihluti leikskólanefndar harmar ákvörðun meirihlutans á sumarlokunum leikskóla bæjarins og telur þann sparnað sem fylgir ákvörðuninni lítinn í samanburði við þjónustuskerðingu gagnvart foreldrum.
Lögð fram greinargerð forstöðumanns UT deildar um kostnaðardreifingu, nettengingar o.fl.
Við skoðun á tölvukostnaði leikskólanna kemur í ljós að sú aðferðafræði sem beitt er í útdeilingu kostnaðar upplýsingatæknideildar þ.e. að deila heildarkostnaði niður á fjölda útstöðva er ógagnsæ og afar ósanngjörn gagnvart leikskólunum.
Það er ljóst að samkvæmt þessari aðferðafræði þá hefur aukinn kostnaður annarra stofnanna bæjarins bein áhrif á rekstrarreikning leikskólanna en þó án þess að leikskólastjórar hafi nokkuð um þann aukna kostnað að segja og skerðir þar að auki það rekstarfé sem leikskólastjórar hafa til umráða.
Það er því ósk leikskólanefndar að í bókhaldi bæjarins verði kostnaður færður á það svið sem til hans stofnar.
Tekið fyrir bréf leikskólastjóra í Fífusölum þar sem bent er á þann möguleika að stækka leikskólann með því að bæta við húsnæði.
Leikskólanefnd lítur jákvætt á erindi leikskólastjóra í Fífusölum í ljósi þess að það skortir leikskólarými í efri byggðum. Leikskólanefnd felur tæknideild að skoða möguleika á lausum stofum við Fífusali eða aðra leikskóla á svæðinu. Einnig aðra möguleika til reksturs leikskóla í Hvörfum, Þingum eða Kórum.
Fundargerðin rædd.
Hugmyndir leikskólastjóra um hagræðingu lagðar fram og ræddar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Leikskólanefnd samþykkir umsóknir og ósk um launalaust leyfi