Leikskólanefnd

58. fundur 28. maí 2015 kl. 16:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Marteinn Sverrisson aðalfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Dagskrá

1.1503169 - Aðalþing-Fyrirspurn v.námsleyfa og námsstyrkja frá foreldraráði.

Leikskólinn Aðalþing er þjónusturekinn leikskóli. Starfsmenn hans eru því ekki starfsmenn Kópavogsbæjar og njóta annarra kjara.

2.1109202 - Námskrá leikskóla Kópavogs

Leikskólanefnd fagnar faglegri og metnaðarfullri námskrá.

3.1406174 - Leikskóladeild-skipulagsdagar leikskóla

Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Efstahjalla um undanþágu frá samræmdum skipulagsdögum á forsendum námsferðar.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Rjúpnahæðar um undanþágu frá samræmdum skipulagsdögum á forsendum námsferðar og óskar eftir frekari upplýsingum um ferðina.
Leikskólanefnd hafnar beiðni leikskólans Marbakka um undanþágu frá samræmdum skipulagsdögum þar sem ekki er um eiginlega námsferð að ræða heldur námskeið.
Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Dals um undanþágu frá samræmdum skipulagsdögum á forsendum námsferðar.

4.1208366 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

5.1304140 - Viðmið um fjölda barna í leikskólum. Hagsmunir barna, velferð og vellíðan

Frestað til næsta fundar.

6.1409402 - Innritun barna í skóla tvisvar á ári. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar

Lagt fram.

7.1409605 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

8.1106008 - Umsókn og endurnýjun á leyfi

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

9.1106010 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun leyfis.

10.1505632 - Leikskóladeild-fundur félag dagforeldra 2015.

Lagt fram.

11.1505629 - Fækkun barna í leikskólanun 2015

Frestað til næsta fundar.

12.1504332 - Daggæsla-athugasemdir

Fært í trúnaðarbók.

13.1504323 - Breyting á fyrirkomulagi skipulagsdaga

Leikskólanefnd samþykkir beiðni leikskólans Aðalþings um undanþágu frá samræmdum skipulagsdögum á forsendum námsferðar. Leikskólanefnd hafnar beiðni leikskólans um breytingu á skipulagsdögum, sbr. fyrri samþykktir nefndar um samræmda skipulagsdaga í sveitarfélaginu.

Fundi slitið.