Jafnréttisnefnd

297. fundur 10. nóvember 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Erla Karlsdóttir boðaði forföll og Móeiður Júníusdóttir sat fundinn. Janus Arn Guðmundsson boðaði ekki forföll.

1.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Árið senn á enda.

Jafnréttisnefnd er 35 ára um þessar mundir. Ýmsar hugmyndir ræddar.

2.1010161 - Námskeið um aðgerðaráætlanir í jafnréttismálum 1.-2.nóvember 2010

Haldið af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Helene Brewer jafnréttisfulltrúi Umeå í norður Svíþjóð, kom til landsins að kynna hvernig Evrópusáttmáli um jafna stöðu kynja, hefur verið innleiddur þar.

Fyrst í Umeå en síðan komu nágrannasveitarfélög í samstarf og sameiginlegar áherslur mótaðar. Nú er unnið að verkefnum á þeim grunni. Helene kynnti bæði stefnu, aðgerðaráætlun og einstök verkefni. Auk jafnréttisráðgjafa sat Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi námskeiðið f.h. Kópavogsbæjar. Gerður hefur verið samningur milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jafnréttisstofu um að Jafnréttisstofa aðstoði sveitarfélög við innleiðingu sáttmálans og samvinna verði um það milli sveitarfélaga.

3.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

Frá fyrri fundi:
Heimgreiðslur og framfærsla

a) og b) Félagsþjónustan er ekki með kyngreindar upplýsingar. Skrá um umsækjanda sem getur verið að sækja um f.h. fjölskyldu. Líklega verða kyngreindar uppl. um framfærslu frá áramótum vegna nýs kerfis.

c) Kannað verði hvort upplýsingar á vegum bæjarins séu tiltækar á fleiri en einu tungumáli. Mikilvægt er að bærinn hafi allar upplýsingar sem bæjarbúar þurfa á að halda séu aðgengilegar öllum bæjarbúum, einnig íslendingum af erlendu bergi brotnu og vill jafnréttisnefnd að gengið sé í að lagfæra það sem vantar uppá varðandi aðgengi upplýsinga fyrir alla.

d) Jafnréttisnefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar og embættismanna að hafa jafnréttissjónarmið í huga varðandi fjárhagsáætlanagerð og niðurskurð.

Fundi slitið - kl. 19:15.