Jafnréttisnefnd

295. fundur 29. september 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1008186 - Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu. Boð.

Erla Karlsdóttir formaður og Guðrún Jóna Jónsdóttir sóttu þessa ráðstefnu auk Kristínar Ólafsdóttur jafnréttisráðgjafa. Hún var samtvinnuð Landsfundi jafnréttisnefnda. Sagt frá ráðstefnunni.

2.1008182 - Landsfundur jafnréttisnefnda. Fundarboð

Erla Karlsdóttir formaður og Guðrún Jóna Jónsdóttir sóttu landsfund jafnréttisnefnda auk Kristínar Ólafsdóttur jafnréttisráðgjafa. Sagt frá fundinum. Ályktanir fundarins lagðar fram. Kynjuð hagstjórn þótti mjög áhugaverð og bæði fjármálaráðuneyti og Reykjavíkurborg með verkefni. Þátttakendur skiptu sér í hópa og ræddu þrjú málefni; kynbundið ofbeldi, launamun kynja, jafnrétti í skólum.  

3.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Jafnréttisráðgjafi hefur tekið saman tölfræði yfir hlutfall kynja í nefndum á vegum Kópavogsbæjar og samstarfsaðila. Hlutfall karla í nefndum er 58% en 62% meðal formanna nefnda. Hlutfall kvenna í nefndum er 42% en 38% formanna nefnda eru konur. Hlutfall varamanna er mun jafnara, karlar 52% og konur 48%. Meiri athygli vekur að í aðeins 6 af 17 fastanefndum er rétt hlutfall kynja samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 og Jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar. Tvær nefndir eru einungis skipaðar körlum. Ein tímabundin nefnd er eingöngu skipuð konum. Í þeim tilfellum sem Kópavogur tilnefnir fulltrúa í samstarfsnefndir s.s. Strætó og Sorpu eru karlar skipaðir í 80% tilvika en konur 20%.

Jafnréttisnefnd æskir þess að kynjahlutfall verði leiðrétt í eftirfarandi nefndum í samræmi við lög: Bæjarráð, Atvinnu- og upplýsinganefnd, Byggingarnefnd, Félagsmálaráð, Hafnarstjórn, Íþrótta- og tómstundaráð, Jafnréttisnefnd, Skipulagsnefnd, Skólanefnd, Umferðarnefnd og Umhverfisráð.

Jafnréttisnefnd æskir þess einnig að farið verði yfir ýmsar stjórnir sem skipað er í með öðrum og kynjahlutfall þar einnig leiðrétt.

Jafnréttisnefnd kemur með þau vinsamlegu tilmæli að fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn skoði þetta í sameiningu.

4.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

Lagt fram kynningarbréf frá Skottunum, regnhlífarsamtökum kvennahreyfinga sem standa að kvennafríi/kvennaverkfalli 25. október.

Lagt fram bréf frá Jafnréttisráði þar sem óskað er eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.