Jafnréttisnefnd

292. fundur 01. júní 2010 kl. 17:15 - 19:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Jafnréttisviðurkenning 2010

Afhending jafnréttisviðurkenningar 2010 fór fram í Salnum 12. maí s.l. Handhafi viðurkenningarinnar að þessu sinni er knattspyrnudeild Breiðabliks og var það formaður hennar, Einar Kristján Jónsson sem veitti viðurkenningunni viðtöku. Rökstuðningur er góður árangur félagsins með kvennaknattspyrnu og deildin hefur góða jafnréttisstefnu.
Að þessu sinni var ákveðið að afhenda einnig hvatningarviðurkenningu og hana hlaut Íris Arnardóttir náms- og starfsráðgjafi í Hörðuvallaskóla, vegna námsefnis um jafnréttismál sem hún hefur samið, og kemur út nú á vormánuðum.

Við þetta tækifæri komu fulltrúar þriggja fyrrum viðurkenningarhafa og sögðu frá jafnréttisstarfi hjá þeim. Einnig kynntu nefndarmenn áherslur nýsamþykktrar jafnréttisstefnu.

2.911913 - Jafnréttisstefna 2010 - 2014

Var samþykkt í bæjarstjórn 11. maí s.l.

3.809065 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Bæjarstjóri, Gunnsteinn Sigurðsson, undirritaði Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum, þann 28. maí s.l.

Jafnréttisnefnd fagnar því að sáttmálinn hafi verið undirritaður.

Fundi slitið - kl. 19:15.