Jafnréttis- og mannréttindaráð

108. fundur 28. ágúst 2024 kl. 17:15 - 19:29 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Karítas Eik Sandholt starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Karítas Eik Sandholt Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Samþykkt að mál nr. 1 á dagskrá fundarins verði tekið inn á dagskrá fundar með afbrigðum skv. 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Almenn mál

1.24082675 - Hinsegin málefni í leik- og grunnskólum Kópavogs

Hinsegin málefni í Kópavogsbæ til umfjöllunar í upphafi nýs skólaárs.
Í Kópavogi býr fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn og þarfir. Tilgangur samþykktrar jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs er að öll fái notið mannréttinda og hafi tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Öll eiga jafnan rétt á að njóta mannréttinda óháð kyni, kynhneigð, búsetu, þjóðerni, líkamsgerð, trú, tungumáli og öðru.

Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur skólasamfélagið í Kópavogsbæ til að vinna áfram ötullega að fræðslu og umræðu um hinsegin málefni og öruggu námsumhverfi fyrir alla nemendur og starfsfólk og þannig fyrirbyggja hverskonar mismunun.

Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur alla leikskóla, skóla og stofnanir í Kópavogi til að flagga regnbogafána í upphafi skólaárs til stuðnings þeim sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks í heiminum. Öll eiga jafnan rétt á að vera þau sjálf.

Almenn mál

2.24042632 - Fyrirspurn Indriða I. Stefánssonar um ákvarðanatöku í velferðarþjónustu

Kynning frá fulltrúa Velferðarsviðs Kópavogsbæjar á verklagi og framkvæmd einstakra mála.
Kynnt

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 18:06

Almenn mál

3.2208461 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - önnur mál

Ráðið ákveður fundartíma vetrarins og undirbýr starfið.



- Undirbúa auglýsingu um viðurkenningu.

- Ræða heimsóknir á starfsstöðvar.
Umræða um að auglýsing um viðurkenningu yrði birt í október og að afhending fari fram í janúar.

Fresta umræðu um heimsóknir á starfsstöðvar til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:29.