Erindi frá nefndarmanni Pírata:
"Kannað verði hversu vel heyrnarskertum gengur að nýta íslenska táknmálið í samskiptum við Kópavogsbæ.
Fara þarf í greiningu á möguleikum fólks til að nýta íslenskt táknmál í samskiptum við bæinn, stofnanir og embætti bæjarins. Sýni þessi greining að möguleikar til samskipta á forsendum táknmáls séu ófullnægjandi væri æskilegt að greiningunni fylgdu tillögur til úrbóta þannig að bærinn tryggi möguleika heyrnarlausra og heyrnarskertra til að nota sitt tungumál í samskiptum við bæinn.
Greinargerð: Skv.3. gr. laga 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls er íslenskt táknmál fyrsta tungumál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Skv.1 mgr. 13. gr. sömu laga eru lagðar skyldur á sveitarfélög að tryggja að allir(öll) sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli, sem og að þau beri ábyrgð á því að varðveita, þróa og stuðla að notkun íslensks táknmáls. Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. er íslenskt táknmál jafnrétthátt íslensku sem tjáningarform í samskiptum og óheimilt að mismuna eftir því hvort málið sé nýtt.
Af þessu þykir mér skýrt að bærinn þarf að tryggja að islenskt táknmál sé gjaldgengt í samskiptum við bæinn og hann hafi ríkar skyldur til að tryggja það. "