Jafnréttis- og mannréttindaráð

73. fundur 28. nóvember 2019 kl. 17:00 - 18:37 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Soumia I. Georgsdóttir aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri kynnti innleiðingu Heimsmarkmiðana í Kópavogi

Almenn mál

1.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Lagðar fram umsagnir. Skipulagður vinnufundur þann 11. desember nk.

Jafnréttis- og mannréttindaráð beinir því til þeirra nefnda og ráða sem enn hafi ekki skilað umsögn að gera það eigi síðar en 6. desember nk.

Almenn mál

2.1911803 - Tilnefningar til viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs vegna ársins 2019

Auglýst verður eftir tilnefningum til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar Kópavogs. Frestur til að skila inn tilnefningum verður til og með 31. janúar 2020.

Almenn mál

3.1903705 - Umsóknir um styrk jafnréttis- og mannréttindanefndar 2019

Frestað.

Almenn mál

4.1911802 - Fyrirspurn frá Hákoni Helga Leifssyni aðalfulltrúa í jafnréttis- og mannréttindaráði


Undirritaður óskar eftir að persónuverndarfulltrúi komi á fund nefndarinnar og upplýsi nefndina um áskoranir sem eftir standa til að innleiðing persónuuverndarlagana geti talist fullnægjandi.

Hákon Helgi Leifsson
Jafnréttis- og mannréttindaráð óskar eftir að persónuverndarfulltrúi komi á fund nefndarinnar og kynni stöðu innleiðingar persónuverndarlaga.

Almenn mál

5.1911789 - Fyrirspurn frá Jóni Magnúsi Guðjónssyni áheyrnarfulltrúa í jafnréttis- og mannréttindaráði

10. ágúst 2017 fékk Hafnarfjörður fyrst íslenskra sveitarfélaga jafnlaunavottun. Af nágrannasveitarfélögunum eru Hafnarfjörður og Mosfellsbær komin með vottun.

Hvar í ferlinu er jafnlaunvottun Kópavogs stödd og hvenær er áætlað að Kópavogur sé kominn með jafnlaunavottunina?
Jafnréttisráðgjafi mun kynna stöðu jafnlaunavottunar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:37.