Jafnréttis- og mannréttindaráð

40. fundur 21. október 2015 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Björgvinsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Jón Kristinn Snæhólm mætti ekki.

1.1509381 - Auglýsing eftir tilnefningu til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2015

Frestað til næsta fundar.

2.1509769 - Beiðni um styrk til heimildamyndagerðar

Marteinn Sigurgeirsson óskar eftir styrk til gerðar heimildarmyndarinnar ,,Kraftmiklar konur í Kópavogi" helguð konur í Kópavogi.
Jafnréttis- og mannréttindaráð getur ekki orðið við beiðninni en hvetjur bæjarráð til þess að taka umsóknina til umfjöllunar þegar frekari gögn liggja fyrir. Ráðið mælir með því að verkefnið verði styrkt.

3.1510471 - Jafnréttis- og mannréttindafulltrúar sviða

Jafnréttis- og mannréttindaráð leggur til að á hverju sviði stjórnsýslunnar verði tilnefndur jafnréttis- og mannréttindafulltrúi sem hafi það hlutverk að sjá til þess í samráði við stjórnendur og jafnréttisráðgjafa að jafnréttis- og mannréttindatefnu bæjarins sé framfylgt.

4.1506284 - Aðgerðaáætlun jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs 2015-2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 verði gert ráð fyrir fjármagni til þess að framfylgja markmiðum jafnréttis- og mannréttindastefnu bæjarins sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 28. apríl 2015.

Framkvæmdaáætlun er í vinnslu og vill ráðið leggja áherslu á fræðslu og kynningu stefnunnar og innleiðingu hugmyndafræði hennar í alla starfsemi bæjarins. Til þess að svo megi verða telur ráðið nauðsynlegt að fjármagn til málaflokksins verði aukið til muna.

5.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

Formaður ráðsins greindi frá þátttöku sinni á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga þann 9. október sl. á Egilstöðum.

Fundi slitið.