Jafnréttis- og mannréttindanefnd

17. fundur 19. desember 2012 kl. 17:00 - 17:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

1.1208693 - Viðmiðunarreglur Hf. um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög. Drög

Jafnréttis-og  mannréttindaráð hefur tekið til umfjöllunar og kynnt sér efni er varðar viðmiðunarreglur um samskipti leik-og grunnskóla við trúar -og lífsskoðunarfélög. Ráðið telur brýnt og mikilvægt út frá mannréttindarsjónarmiðum þeim sem fram koma í jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar 2010-2014, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til aldurs, kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahags, ætternis, fötlunar, sjúkdóma  eða annarrar stöðu.  Að því sögðu óskar ráðið eftir því við sviðstjóra fræðslusviðs og skólanefnd  að slíkar viðmiðunarreglur verði settar fyrir Kópavogsbæ í samvinnu við Jafnréttis- og mannréttindaráðs. Jafnframt felur ráðið lögfræðingi velferðarsviðs að áframsenda erindið til Sviðsstjóra fræðslusviðs og skólanefndar.

2.1204258 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning Kópavogs 2012



Formaður Jafnréttis - og mannréttindaráðs mun veita Menntaskólanum í Kópavogi Jafnrétttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2012, við útskriftarathöfn skólans þann 20. desember n.k.

Fundi slitið - kl. 17:00.