Jafnréttis- og mannréttindanefnd

1. fundur 05. apríl 2011 kl. 17:15 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1103101 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2011

Erla Karlsdóttir var kosinn formaður nefndarinnar og Lára Jóna Þorsteinsdóttir varaformaður.

2.1104024 - Jafnréttisviðurkenning Kópavogs 2011

Jafnréttisfulltrúa er falið að senda út bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Kópavogsbæjar.  Stefnt er að því að veita viðurkenninguna í tengslum við þing jafnréttisnefnda sem haldið verður í Kópavogi í haust.

3.1104027 - Jafnréttisstefna 2010-2014

Jafnréttis- og mannréttindanefnd felur jafnréttisráðgjafa að gera drög að aðgerðaráætlun á grundvelli jafnréttisstefnu bæjarins.

4.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Nefndin ákveður að næsti fundur nefndarinar skuli vera 5. maí nk. kl. 16:15.

Fundi slitið - kl. 18:30.