Jafnréttis- og mannréttindanefnd

20. fundur 29. maí 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Katrín Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Una Björg Einarsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Ragnheiður K Guðmundsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1305556 - Jafnréttis- og mannréttindaviðurkenning 2013

Auglýst verður eftir tilnefningum. Frestur til að skila inn tilnefningum verður til og með 1. september 2013

2.1305557 - Styrkir til jafnréttis- og mannréttindamála

Auglýst verður eftir umsóknum. Heildarúthlutun er kr. 400.000. Umsóknarfrestur verður til og með 1. september 2013

3.1301134 - Samskiptareglur leik- og grunnskóla Kópavogs við aðila utan skólanna

Skólanefnd vísar samskiptareglum leik- og grunnskóla Kópavogs til jafnréttis- og mannréttindaráðs til umsagnar

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar tilkomu samskiptareglna leik- og grunnskóla Kópavogs og samþykkir þær fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 19:15.