Jafnréttis- og mannréttindanefnd

4. fundur 23. ágúst 2011 kl. 17:30 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1106235 - Aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum

Lagt er fram erindi jafnréttisfulltrúa um gerð aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

Jafnréttis og mannréttindarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til kynningar og þóknanlegrar meðferðar.

2.1104024 - Jafnréttisviðurkenning Kópavogs 2011

Lagðar eru fram tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Kópavogs 2011.

Greidd eru atkvæði um þær tillögur sem bárust. Viðurkenningin verður opinberuð við afhendingu hennar þann 9. september nk. í Salnum við setningu landsfundar jafnréttisnefnda.

3.1104294 - Landsfundur jafnréttisnefnda 2011

Lögð er fram dagskrá landsfund jafnréttisnefndar 2011

Jafnréttisfulltrúi fer yfir dagskrá og skipulag fundarins.

Fundi slitið - kl. 19:15.