1.1409643 - Íþróttahátíð Kópavogs - tímasetning og skipulag
Greint frá vinnufundi í sl. viku, þar sem fulltrúar úr íþróttaráði og stjórn markaðsstofu Kópavogs ásamt starfsmönnum áttu góða samræðu um framkvæmd og skipulag íþróttahátíðar Kópavogs.
Íþróttaráð samþykkir að Íþróttahátíð Kópavogs verði fimmtudaginn 8. janúar 2015 í aðstöðu hjá hestamannafélaginu Spretti. Starfsmönnum falið að senda út bréf og önnur gögn sem tengjast hátíðinni.
2.1410651 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2013-2015
Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir æfingagjöld íþróttafélaga í bænum fyrir tímabilin 2013-2014 og 2014-2015.
Með vísan til fyrri bókunar Íþróttaráðs Kópavogs um eftirfylgni með gjaldskrárbreytingum þá telur Íþróttaráð að framlögð samantekt þarfnist nánari skýringa og felur starfsmönnum íþróttadeildar að óska eftir nánari skýringum á hækkunum sem sumar hverjar eru umfram almennar verðlagsbreytingar. Þá telur Íþróttaráð óásættanlegt að sumar deildir/íþróttafélög hafi ekki enn skilað umbeðnum upplýsingum til íþróttadeildar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar að lútandi.
3.1408226 - Styrkumsókn vegna reksturs húsnæðis HFK
Starfsmenn greindu frá heimsókn sinni til Hnefaleikafélags Kópavogs að Smiðjuvegi 28 sl. mánudag þar sem þeir kynntu sér núverandi starfsemi og sögu félagsins.
Í ljósi þess að innan félagsins fer fram almennt barna- og unglingastarf þá felur íþróttaráð starfsmönnum íþróttadeildar að yfirfara nánar hvort að félagið uppfylli almenn skilyrði til starfsstyrkja/iðkendastyrkja íþróttaráðs. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
4.1410660 - Reglur um afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar
Formaður greindi frá heimsókn hans ásamt fulltúum úr íþróttaráði til framkvæmdastjóra ÍTR.
Formaður gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað á milli funda. Áfram verður unnið að framgang málsins og gögn lögð fram á næsta fundi íþróttaráðs.
5.1410163 - Skotfélag Kópavogs-umsókn um styrk
Lagt fram erindi Skotfélags Kópavogs dagsett 25.september sl.,þar sem óskað er eftir styrk hjá Kópavogsbæ til endurnýjunar á æfinga- og keppnisbúnaði félagsins.
Lagt fram, frestað.
6.1410612 - Körfuknattleiksfélagið Augnablik. Umsókn um fjárstyrk og æfingatíma
Lagt fram erindi körfuknattleiksfélagsins Augnabliks dagsett 24.október sl., varðandi umsókn um fjárstyrk og æfingatíma í íþróttahúsum bæjarins.
Starfsmönnum íþróttadeildar falið að athuga hvort að hægt sé að finna lausa tíma fyrir starfsemi þá sem lýst er í erindinu.
7.1410269 - Sirkus Íslands - Umsókn um frístundastyrk.
Lagt fram erindi frá Sirkus Íslands dagsett 14.október sl., þar sem sótt er um aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.
Starfsmönnum íþróttadeildar falið að afla frekari upplýsinga um málið. Frestað.
8.1410671 - Pólski skólinn - Umsókn um frístundastyrk.
Lagt fram erindi Pólska skólans dagsett 31.október sl., varðandi umsókn um aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.
Starfsmönnum íþróttadeildar falið að afla frekari upplýsinga um málið. Frestað.
9.1410667 - Heilsurækt eldri borgara
Á síðasta fundi ráðsins óskaði varafulltrúinn Jón Ingi Ragnarsson eftir því að tekin yrði til umræðu á næsta fundi aðstaða fyrir leikfimi aldraðra. Í framhaldi af því sendi hann tölvupóst dags. 1. okt. sl., frá eldri borgara sem óskaði úrbóta í þessum málum.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að leggja fram tillögur um hvernig er hægt að koma til móts við óskir eldra borgara varðandi bætta aðstöðu til hreyfingar og samveru.
10.1410669 - Lýðheilsustefna Kópavogs
Lagður fram tölvupóstur frá Helga Hrafni Ólafssyni dags. 27. okt. 2014, með fyrirspurn; "um hvernig vinnu miðaði áfram í gerð lýðheilsustefnu fyrir Kópavogsbæ"
Sviðsstjóri menntasviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.