Íþróttaráð

14. fundur 03. júlí 2012 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Elvar Freyr Arnþórsson varafulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1204228 - Sundlaugar. Viðhald 2012.

Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir gangi viðhaldsframkvæmda í Sundlaug Kópavogs.

Íþróttaráð lýsir vonbrigðum sínum yfir því hversu viðhaldsframkvæmdir í Sundlaug Kópavogs hafa dregist.  Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir verklokum áður en háannatími laugarinnar hæfist í  byrjun júlí.

2.1205006 - Umsókn um styrk vegna Norðurlandamóts í hópfimleikum og áhaldafimleikum 2012

Lagt fram erindi Íþróttafélagsins Gerplu dags. 17. apríl sl. þar sem sótt er um styrk vegna Norðurlandamóts í hópfimleikum og áhaldafimleikum 2012.
Erindið var lagt fyrir bæjarráð 3. maí sl. og því vísað til afgreiðslu íþróttaráðs.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2011 og 2012 voru sérstyrkir sem og afreksstyrkir ÍTK felldir niður.  Íþróttaráð getur  því ekki orðið við styrkbeiðni íþróttafélagsins.

3.1206211 - Furugrund 83. Áhorfendabekkir í Fagralund. Styrkumsókn

Lagt fram erindi aðalstjórnar HK dagsett 6. júní sl. þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna áhorfendabekki í íþróttasal Fagralundar Furugrund 83.
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar íþróttaráðs á fundi sínum 14. júní sl.

Íþróttaráð lítur jákvætt á erindi félagsins og telur rétt að málið verði skoðað við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

4.1206545 - Umsókn um æfingatíma fyrir yngri flokka í Kórnum

Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksdeild Augnabliks dags. 26. júní sl. þar sem sótt er um æfingatíma í íþróttahúsi Kórsins fyrir veturinn 2012-13 fyrir yngri flokka deildarinar.

Frestað

5.1206584 - Íþróttafélag Fatlaðra Reykjavík, umsókn um iðkendastyrk 2012.

Íþróttaráð samþykkir að veita  félaginu styrk að upphæð  28.200,- kr.

6.1206591 - Reglur um umgengni á sparkvöllum.

Lögð fram drög að reglum um notkun og umgengni á sparkvöllum Kópavogsbæjar.

Íþróttaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sam gerðar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 13:30.