Á 59. fundi íþróttaráðs fól ráðið íþróttadeild að taka saman, yfirlit yfir kostnað við íþróttaiðkun barna í Kópavogi og gera samanburð á sambærilegri þjónustu í nágrannasveitarfélögum bæjarins.
Á 60. fundi ráðsins var lagt fram yfirlit yfir samanburð æfingagjalda í fjórum íþróttagreinum þ.e., dansi, fimleikum, handknattleik og knattspyrnu í þremur aldursflokkum, 7-8 ára, 11-12 ára og 15-16 ára.
Íþróttaráð fól starfsmönnum að greina samanburðinn frekar.
Lögð fram ítarlegri greining þar sem tekið er tillit til allra grunnbreyta í samanburðinum.