Íþróttaráð

142. fundur 23. maí 2024 kl. 16:00 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Aðsend erindi

1.23091457 - HK - Ósk eftir upplýsingum um framlög til uppbygginga til íþróttafélaga.

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti framlög er varða fjárfestingar í viðhaldi og nýfjárfestingum í íþróttamannvirkjum síðastliðin 8 ár eða frá árinu 2016 - 2023. Óskað var eftir þessum upplýsingum í erindi frá Aðalstjórn HK, dags. 13. september 2023.
Lagt fram.

Aðsend erindi

2.24041141 - Breiðablik - Ósk um afnot af grasæfingasvæðum fyrir Barcelona skóla

Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild Breiðabliks, dags. 25. mars 2024, þar sem óskað er eftir afnotum af grasæfingasvæðum í Smáranum og stúkunni á Kópavogsvelli fyrir Barcelona skólann dagana 17. -21. júní, en skólinn er starfræktur af KAÍ í samstarfi við Breiðablik.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Iðkendastyrkir

3.2405151 - Iðkendastyrkir 2024

Lögð fram tillaga íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2024.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu.

Iðkendastyrkir

4.24052522 - Breiðablik - Iðkendastyrkir 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 10.306.910,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Frjálsíþróttadeild: kr. 582.638,-
Hjólreiðardeild: kr. 0,-
Hlaupadeild: kr. 0,-
Íþróttaskóli: kr. 250.390,-
Karatedeild: kr. 397.253,-
Körfuknattleiksdeild: kr. 1.249.541,-
Knattspyrnudeild: kr. 6.447.537,-
Kraftlyftingadeild: kr. 14.446,-
Rafíþróttadeild: kr. 471.888,-
Skíðiadeild: kr. 65.005,-
Sunddeild: kr. 464.666,-
Skákdeild: kr. 144.456,-
Taekwondodeild: kr. 219.091,-
Þríþrautadeild: kr. 0,-

Iðkendastyrkir

5.2405212 - HK - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 7.545.400,-
Styrkurinn skiptist eftirfarandi niður á deildir félagsins:

Bandýdeild: kr. 288.911,-
Blakdeild: kr. 703.017,-
Borðtennisdeild: 45.744,-
Dansdeild: kr. 479.111,-
Handknattleiksdeild: kr. 2.277.584,-
Íþróttaskóli kr. 9.630,-
Knattspyrnudeild: kr. 3.741.401,-

Iðkendastyrkir

6.2405203 - Gerpla - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 7.569.476,-

Iðkendastyrkir

7.2405211 - GKG - Iðkendastyrkur

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 1.745.506,-

Iðkendastyrkir

8.2405205 - DÍK - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 380.400,-

Iðkendastyrkir

9.24051744 - TFK - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 734.316,-

Iðkendastyrkir

10.2405204 - Boginn - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 1.345.845,-

Iðkendastyrkir

11.24052388 - Sprettur - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 481.519,-

Iðkendastyrkir

12.24051903 - Dansfélagið Hvönn - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 681.349,-

Iðkendastyrkir

13.24051746 - Taekwondofélag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 356.324,-

Iðkendastyrkir

14.2405213 - Hnefaleikafélag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 664.496,-

Iðkendastyrkir

15.2405216 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 101.119,-

Iðkendastyrkir

16.2405208 - Skautadeild Fjölnis - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 81.858,-

Iðkendastyrkir

17.24051742 - Skautafélag Reykjavíkur - Listskautadeild - Iðkendastyrkur 2024

Engin umsókn barst frá Listhlaupadeild.

Iðkendastyrkir

18.24051741 - Skautafélag Reykjavíkur - Hokkídeild - Iðkendastyrkur 2024

Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð kr. 98.711,-

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

19.2405152 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2024-2025

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.



Í dagskrárliðum 20 - 32 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðsla þeirra.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar tillögur íþróttadeildar og vísar til dagskrárliða 20-32 til nánari glöggvunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

20.2405156 - Breiðablik sunddeild - Óskir um æfingapláss í sundlaugum Kópavogs 2024-2025

Lögð fram umsókn Sunddeildar Breiðabliks, dagsett 6. maí 2024, þar sem óskað er eftir tímum fyrir deildina í Kópavogslaug og Salalaug fyrir veturinn 2024/2025.

Salalaug: Íþróttaráð samþykkir óskir deildarinnar um tíma í útilaug. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um aukinn tíma í innilaug og er því samþykkt að hafa óbreytta töflu frá síðasta vetri fyrir innilaug.
Kópavogslaug: Íþróttaráð samþykkir óskir deildarinnar fyrir innilaug. Ekki er hægt að verða við óskum deildarinnar um aukinn tíma í útilaug og er því samþykkt að hafa óbreytta töflu frá síðasta vetri fyrir útilaug. Fyrir litlu innilaugina eru samþykktir sömu tímar og á síðasta vetri. Viðbótartímar sem óskað er eftir frá 14-16 á mánudögum og miðvikudögum miðast við að skólasundi sé lokið á þeim tíma.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

21.24052270 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 4. apríl, þar sem óskað er eftir 3 tímum á viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi, önnur hús koma einnig til greina.
Félagið fær úthlutað tímum 3 tímum á viku frá kl. 22-23 Í Fagralundi eða Digranes eftir því hvaða daga verður mögulega laust í hverju húsi. Athugað verður með afgangstíma í Kársnesi, Digranesi og Fagralundi þegar tímatöflur liggja fyrir í haust.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

22.24052268 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Engin umsókn barst frá Skotíþróttafélagi Kópavogs.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

23.24052271 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 3. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir blak,- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi:
Blakdeild:
Óskað er eftir 2-3 tímum í Digranesi, Fagralundi, Kársnes og/eða Lindaskóla fyrir karla lið félagsins í Unbrokken-deildinni. Einnig er óskað eftir 3 tímum fyrir lið deildarinnar í 1. deild í sömu húsum. Félagið fær úthlutað 3 tímum á viku frá kl. 22-23 Í Fagralundi eða Digranes eftir því hvaða daga verður mögulega laust í hverju húsi. Athugað verður með afgangstíma í Kársnesi, Lindaskóla, Digranesi og Fagralundi þegar tímatöflur liggja fyrir í haust. Félagið fær úthlutað keppnistíma frá kl 15:00 - 19:00 á sunnudögum í Fagralundi.
Knattspyrnudeild:
Deildin óskar eftir 1,5 tíma á sunnudögum fyrir 40 lið félagsins í knattspyrnu á gervigrasi. Hægt er að verða við ósk félagsins um tíma á sunnudögum eftir kl. 17:00 á gervigrasinu í Kórnum eða Fagralundi.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

24.24052269 - KM - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Engin umsókn barst frá KM

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

25.24052266 - Knattspyrnufélag Kópavogs - Umsókn um æfingartíma 2024-2025

Engin umsókn barst frá KFK.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

26.24052262 - HK - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð fram umsókn Aðalstjórnar HK dags. 3. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fjórar deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis- og handknattleiksdeild.
Ekki er hægt að verða við öllum óskum félagsins en íþróttaráð samþykkir eftirfarandi tíma:
Alls 27 tíma í Fagralundi samkvæmt töflu sem fyrst og fremst eru til blakdeildar.
Alls 48 tíma í Digranesi fyrir handknattleiks-, blak,- og bandýdeild.
Alls 4 tíma Íþróttahúsi Kársnesskóla samkvæmt töflu fyrir handknattleik.
Borðtennisdeild fær úthlutað 19,5 tímum í Íþróttahúsi Snælandsskóla auk keppnistíma á laugardögum eftir kl 12:00. Gera þarf fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Knattspyrnudeild fær úthlutað sömu tímum í Kórnum inni og úti og á síðasta ári eða samkvæmt ramma til úthlutunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

27.24052264 - 23051381 - Gerpla - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 15. apríl, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu full afnot af Íþróttahúsi Versala og Vatnsendaskóla eins og óskað er eftir.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

28.24052265 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lagðar fram umsóknir Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 22. og 23. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fjórar deildir, en það eru karate-, körfuknattleiks-, skíða- og taekwondodeild.
Ekki er hægt að verða við öllum óskum félagsins en íþróttaráð samþykkir eftirfarandi tíma:
Alls 25 tíma í Fagralundi samkvæmt töflu sem fyrst og fremst eru til körfuknattleiksdeildar.
Alls 26 tíma í íþróttahúsi Kársnesskóla samkvæmt töflu fyrir körfuknattleik.
Alls 7 tíma Íþróttahúsi Kópavogsskóla samkvæmt töflu fyrir karate.
Alls 8 tíma Íþróttahúsi Lindaskólaskóla samkvæmt töflu fyrir TKD- og skíðadeild.
Knattspyrnudeild fær úthlutað samkvæmt ramma til úthlutunar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

29.24052267 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2023-2024

Lögð fram umsókn Íþróttafélagsins Glóð, dagsett 9. apríl, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Kópavogs- og Lindaskóla.
Íþróttaráð samþykkir tíma á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 í Íþróttahúsi Lindaskóla og kl. 15:00 - 16:00 í Íþróttahúsi Kópavogsskóla

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

30.24052272 - GKG - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Engin umsókn barst frá GKG.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

31.24052308 - DÍK - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð fram umsókn frá Dansíþróttafélagi Kópavogs dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir tímum í Íþróttahúsi Fagaralundi eða Kópavogsskóla frá kl. 17:00 -20:00.
Íþróttaráð samþykkir tíma á miðvikudögum frá kl. 17:00 - 20:00 í Íþróttahúsi Kópavogsskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

32.24052546 - Pílufélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2024-2025

Lögð fram umsókn frá Pílukastfélagi Kópavogs, dagsett 3. maí, þar sem óskað er eftir tímum í Vestursal Íþróttahúss Digranes.
Ef önnur samþykkt félög í Kópavogi óska ekki eftir umræddum tímum í Vestursal Digranes getur félagið nýtt umrædda tíma en þarf að víkja ef samþykkt félög óska efir sömu tímum.

Önnur mál

33.23032269 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2023

Lögð fram samantekt með upplýsingum varðandi sumarnámskeið íþrótta- og tómstundafélaga fyrir árið 2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.