Íþróttaráð

109. fundur 24. mars 2021 kl. 17:00 - 19:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember. Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Umræðu frestað til næsta fundar. Íþróttaráð óskar eftir að fá kynningu á skýrslunni frá höfundi á næsta fundi.

Almenn mál

2.2101628 - Verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi

Lagðar fram endurskoðaðar verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi í stofnunum menntasviðs. Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti endurskoðaðar verklagsreglur um viðbrögð við ofbeldi.
Lagt fram til kynningar

Almenn mál

3.2102170 - HFK - Erindi vegna húsnæðis - aðstöðu

Lagt fram erindi Hnefaleikafélags Kópavogs (HFK) dags. 22. jan. sl., vegna húsnæðis/aðstöðu félagsins að Smiðjuvegi 28
Íþróttaráð frestar erindinu. Starfsmönnum falið að kalla eftir frekari upplýsingum um starfssemi félagsins sem og skipuleggja heimsókn fulltrúa ráðsins til félagsins þegar samkomutakmarkanir vegna sóttvarnarráðstafana heimila það.

Almenn mál

4.2102871 - Staða og aðstaða sunddeildar Breiðabliks

Lagt fram erindi frá aðalstjórn Breiðabliks f.h. sunddeildar félagsins, þar sem rakin er "Staða og aðstaða sunddeildar Breiðablik í Kópavogi". Í erindinu er sérstaklega óskað eftir auknu æfingarými í 25m innisundlaug Kópavogslaugarinnar þar sem almenningi er á hverjum tíma úthlutað einni braut til afnota þegar sundæfingar standa yfir.
Íþróttaráð frestar erindinu og felur starfsmönnum að kalla eftir nánari upplýsingum um fjölda iðkenda, stærðir hópa og skipulag æfingatíma í þeirri aðstöðu sem deildin hefur samkvæmt úthlutun æfingatíma á líðandi tímabili.

Almenn mál

5.2102900 - Upplýsingar um bækling til foreldra um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

Lagt fram bréf dags. í febr. sl., frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslanda og Ungmennafélagi Íslands þar sem vakin er athygli á endurútgefnum bæklingi þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi í landinu.
sjá vefslóðir: www.isi.is og www.umfi.is).
Lagt fram til kynningar.

Almenn mál

6.2103193 - Sumarnámskeið 2021

Lögð fram gögn varðandi námskeið íþrótta- og tómstundafélaga á komandi sumri. Einnig aðgengilegt á vefnum; "sumar.kopavogur.is"
þar sem reglur og skipulag sumarnámskeiðanna er kynnt og með hvaða hætti Kópavogsbær/íþróttadeildin kemur að rekstri námskeiðanna.
Lagt fram

Almenn mál

7.2103262 - Frístundastyrkir Kópavogs frá 2006 - 2020

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir nýtingu Frístundastyrkja Kópavogs frá 2015-2020, en á 76. fundi menntaráðs var lögð fram fyrirspurn frá Sigurbjörgu Erlu Eglilsdóttur áheyrnarfulltrúa Pírata um nýtingu styrkjanna á þessum árum.
Deildarstjóri íþróttadeildar gerði grein fyrir samantekt á nýtingu frístundastyrkja sl. ár.

Önnur mál

8.2103974 - Símamót 2021, ósk um afnot af aðstöðu fyrir knattspyrnumót

Iþróttaráð samþykkir beiðni félagsins með þeim fyrirvara að haft sé fullt samráð við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt.

Önnur mál

9.2001228 - Sundlaug í Fossvogi

Óskað var eftir umræðu um viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Reykavíkurborgar um staðsetningu Fossvogslaugar sem var til umræðu í bæjarstjórn Kópavogs 23. mars sl.
Umræður urðu um málið í ráðinu.

Fundi slitið - kl. 19:15.