Íþróttaráð

108. fundur 15. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:00 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2101318 - Heiðursviðurkenning Íþróttaráðs 2020

Lagt er til að veita Gunnari Jónssyni fyrrum stjórnarmanni í GKG, Hafsteini Erni Guðmundssyni fráfarandi formannni og Aldísi Gunnarsdóttur fráfarandi framkvæmdastjóra Dansfélagsins Hvannar, viðurkenningu Íþróttaráðs 2020, fyrir framlag þeirra til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Kópavogi.
Íþróttaráð samþykkir að veita þeim Gunnari Jónssyni, Hafsteini Erni Guðmundssyni og Aldísi Gunnarsdóttur heiðursviðurkenningu íþróttaráðs árið 2020, fyrir mikið og óeigingjarnt framlag þeirra í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í bænum síðast liðna þrjá áratugi.

Almenn mál

2.2101320 - Íþróttahátíð Kópavogs - Þátttaka í alþjóðlegum mótum

Síðast liðin 2 ár hefur íþróttaráð veitt íþróttafólki úr Kópavogi viðurkenningu ráðsins vegna þátttöku í keppnum/mótum á alþjóðlegum vettvangi.
Íþróttaráð samþykkir að veita eftirtöldum íþróttamönnum viðurkenningu vegna þátttöku þeirra á Evrópumeistaramótum í sinni íþrótt á árinu 2020.
Aroni Snæ Júlíussyni og Huldu Clöru Gestsdóttur
GKG í golfi, Arnari Péturssyni Breiðablik í maraþonhlaupi, Ingvari Ómarssyni Breiðablik í fjallahjólreiðum og Valgarði Reinhardssyni Gerplu í fimleikum.

Almenn mál

3.2012115 - Flokkur ársins 2020

Teknar til afgreiðslu tilnefningar íþróttafélaganna til flokks ársins á árinu 2020.
Íþróttaráð tilnefnir meistaraflokk Breiðabliks í knattspyrnu kvenna flokk ársins 2020. Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 150.000 kr. til flokks ársins.
Hlín Bjarnadóttir vék af fundi ráðsins við afgreiðslu næsta dagskrárliðar.

Almenn mál

4.2012113 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2020

Tekið til afgreiðslu kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2020. Við atkvæðagreiðslu íþróttaráðs vék Hlin Bjarnadóttir sæti og varamaður hennar greiddi akvæði í kjöri ráðsins.
Netkosning meðal íbúa stóð yfir frá 30. desember til 10. janúar sl. og er þetta í fimmta sinn sem bæjarbúar taka beinan þátt í kjörinu.
Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og íbúakosningu á vefnum.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með það, að nú í fimmta sinn taki íbúar beinan þátt í kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Karen Sif Ársælsdóttur frjálsíþróttakonu úr Breiðabliki Íþróttakonu Kópavogs 2020 og Arnar Pétursson fjálsíþróttamann úr Breiðabliki Íþróttakarl Kópavogs 2020.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 200.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 200.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs.
Hlín Bjarnadóttir tók sæti á fundinum.

Almenn mál

5.2101322 - Íþróttahátíð Kópavogs 2020 - Dagskrá

Lögð fram drög að dagskrá íþróttahátíðar Kópavogs 2020 sem hefst að fundi loknum í dag kl. 17:00.
Íþróttaráð samþykkir framlagða dagskrá íþróttahátíðar og skiptir með sér verkum á hátíðinni.

Fundi slitið - kl. 17:00.