Lögð fram til afgreiðslu drög að reglum um afnot af íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar. Vegna framlagðra reglna um úthlutun á íþróttamannvirkjum hefur formaður Íþróttaráðs átt fundi með eftirfarandi aðilum;
-Hannes Strange, formaður aðalstjórnar Breiðabliks, og Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri.
-Sigurjón Sigurðsson,formaður aðalstjórnar HK og Hólmfríður Kristjánsdóttir aðalstjórnarmaður.
-Harpa Þorláksdóttir, formaður stjórnar Gerplu og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri.
-Ellen Dröfn Björnsdóttir, formaður Dansíþróttafélags Kópavogs.
Einnig átti formaður, ásamt starfsmönnum íþróttadeildar fund með fulltrúum allra íþróttafélaga í Kópavogi með 1-2 deildir. Íþróttafélögunum var gefinn kostur á gera athugasemdir við reglurnar sem og að senda inn ábendingar í framhaldi af fundunum. Örfáar ábendingar um orðalag voru sendar inn en efnislega lýstu fulltrúar félaganna sig sammála framlögðum drögum.
Íþróttaráð samþykkir drögin óbreytt og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Við afgreiðslu málsins vék Sigurjón Jónsson af fundi.