Íþróttaráð

97. fundur 03. desember 2019 kl. 17:00 - 18:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1911860 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2019/2020

Á 57. fundi íþróttaráðs, 3. mars 2106 voru samþykktar Vinnureglur íþróttadeildar um eftirlit með gjaldskrárbreytingum æfingagjalda hjá íþróttafélögum í Kópavogi. Markmið reglnanna er m.a. að tryggja að verðlagning þeirrar þjónustu sem veitt er hverju sinni á þeirra vegum, endurspegli eingöngu þann kostnað til fellur við að veita þá þjónustu sem um ræðir.
Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá íþróttafélögunum sem teknar verða til umræðu á næstu fundum ráðsins.
Umræðu frestað.

Almenn mál

2.1909709 - Íþróttahátíð Kópavogs 2019

Íþróttahátíð Kópavogs hefur verið haldin í samvinnu við íþróttafélög í bænum á starfsstöðvum þeirra sl. 5 ár.
Íþróttaráð samþykkir að íþróttahátíð Kópavogs 2019 verði haldin miðvikudaginn 8. janúar 2020, kl. 18:00 í Reiðhöll Sprettara í samvinnu við Hestamannafélagið Sprett.

Almenn mál

3.1911854 - Tilnefningar til íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs 2019

Lagðar fram tilnefningar íþróttafélaganna á íþróttafólki sínu til íþróttakarls og íþróttakonu Kópavogs 2019.
Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar enda verði komnar ítarlegri upplýsingar.

Almenn mál

4.1911861 - Flokkur ársins 2019 - Tilnefningar til flokks ársins 2019

Lagðar fram tilnefningar íþróttafélaganna til flokks ársins í Kópavogi 2019.
Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Almenn mál

5.1911853 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2019

Lagðar fram Reglur um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs ásamt vinnureglum þar að lútandi.
Íþróttaráð óskar eftir talnalegri greiningu á vægi atkvæða fulltrúa íþróttaráðs og atkvæðum íbúa í rafrænni kosningu sl. 3ja ára. Íþróttaráð mun á næsta fundi meta hvort tilefni er til breytinga á vægi atkvæða í kosningunni. Frestað.

Almenn mál

6.1911862 - Íþróttahátíð Kópavogs - Þátttaka í alþjóðlegum mótum/keppnum

Íþróttaráð samþykkti á 89. fundi ráðsins 10. jan. sl., að veita íþróttafólki úr Kópavogi viðurkenningu fyrir þátttöku í alþjóðlegum mótum/keppnum í meistaraflokki sem falla undir Evrópumót og heimsmeistaramót eða mótum innan Ólympíuraða óháð aldri.
Starfsmönnum falið að óska eftir upplýsingum frá íþróttafélögunum.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

7.1811071 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022

Drög að Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022 voru lögð fram til kynningar á 95.fundi ráðsins og frestað.
Íþróttaráð leggur til að deildarstjóra íþróttadeildar og sviðsstjóra menntasviðs verði falið að yfirfara jafnréttisáætlun, m.t.t. þeirra ábendinga sem fram koma frá nefndarmönnum og skila umsögn um áætlunina.

Almenn mál

8.1909224 - Íþróttaveisla UMFÍ í Kópavogi, 26.-28.júní 2020

Lagður fram til kynningar samningur milli UMFÍ, UMSK og Kópavogsbæjar sem undirritaður var 31. okt. sl.
Íþróttaráð lýsir ánægju með verkefnið.

Aðsend erindi

9.1910386 - Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar - Rafíþróttir, umsókn um aðild

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 14. okt sl., frá íbúa í Kópavogi varðandi frístundastyrk fyrir barn sem stundar rafíþróttir í öðru bæjarfélagi.
Íþróttaráð samþykkir að þátttaka í rafíþróttum í skipulögðu starfi sbr. 4 gr. reglna um frístundastyrki Kópavogsbæjar falli undir frístundakerfi Kópavogsbæjar.

Fundi slitið - kl. 18:00.