Íþróttaráð

76. fundur 02. nóvember 2017 kl. 16:30 - 17:40 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson vara áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Umsóknir um sérstyrki

1.1710441 - HK-Knattspyrnudeild, sérstyrkir haust 2017. Ósk um styrk v/ þjálfaranámskeiðs 1 þjálfara.

Lagt fram erindi frá Knattspyrnudeild HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í þjálfaranámskeiði á vegum KSÍ í febr.sl.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 15 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

2.1710369 - Gerpla - Umsókn um Sérstyrk v/ þjálfaranámskeiða FSÍ 1A fyrir 8 þjálfara

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna 2ja þjálfara sem sóttu þjálfaranámskeið- Móttökunámskeið á vegum FSÍ 1A.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 120 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

3.1710370 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða - Móttökunámskeiðs FSÍ

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs á vegum FSÍ.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 20 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

4.1710371 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeið stjórnenda

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs stjórnenda og leiðbeinenda leikskólahópa/krílahópa 3-5 ára.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 30 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

5.1710372 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk vegna sérgreinahluti FSÍ 1C.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs -sérgreinahluti FSÍ 1C.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 75 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

6.1710374 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk v.sérgreinahluti FSÍ 2B.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs- sérgreinahluta FSÍ 2B, 9.-10.sept. sl.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 90 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

7.1710375 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk vegna UEG hópfimleika

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs á vegum Evrópska Fimleikasambandsins UEG, á Ítalíu, dagana 15.-22.júlí 2017, en 3 þjálfarar sóttu námskeiðið.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 90 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

8.1710376 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk vegna dómaranámskeiða

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í dómaranámskeiðum á vegum FSÍ dagana 20.-25. sept. sl.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 40 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

9.1710377 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk v/þróunarverkefnis- "Að finnast þú mikilvægur í stóru félagi"

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þróunarverkefnis- "Að finnast þú mikilvægur í stóru félagi"
Íþróttaráð samþykkir að veita þessu nýbreytniverkefni styrk að upphæð 200 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

10.1710378 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk v.sérverkefnis- Þróun og hönnun kennsluefnis fyrir Parkour.

Lagt fram erindi frá Gerplu þar sem óskað er eftir styrk vegna v/sérverkefnis- Þróun og hönnun kennsluefnis fyrir Parkour.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

11.1710379 - Gerpla-sérstyrkir haust 2017-umsókn um styrk v menntunar í næringarfræði.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna menntunnar í næringafræði.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

12.1710438 - HK-Borðtennisdeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um þjálfarastyrk v/ Bsc nám í borðtennisfræðum

Lagt fram erindi frá Borðtennisdeild HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna BSC náms þjálfara í borðtennisfræðum.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

13.1710439 - HK-Borðtennisdeild, sértyrkir haust 17. Ósk um styrk v/ kaupa á nýjum borðtennisborðum.

Lagt fram erindi frá Borðtennisdeild HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á nýjum borðtennisborðum.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

14.1710440 - HK-Handknattleiksdeild, sérstyrkir haust 17. Ósk um þjálfaranámskeiða 4 þjálfara

Lagt fram erindi frá Handknattleiksdeild HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs á vegum HSÍ
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 60 þús. kr.

Almenn mál

15.1710341 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2016-2018

Lögð fyrir fundinn gögn sem send hafa verið til íþróttafélaganna, þar sem óskað er upplýsinga um upphæðir og breytingar á æfingagjöldum félaganna fyrir tímabilin 2016-2018.
Umræður um kostnað við íþróttaiðkun barna og ungmenna í Kópavogi. Frekari umræðu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.

Umsóknir um sérstyrki

16.1710444 - Breiðablik-Knattspyrnudeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ þjálfaranámskeiða hjá 11 þjálfara.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiða 11
þjálfara á vegum KSÍ.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 165 þús. kr.

Umsóknir um sérstyrki

17.1710445 - Breiðablik-Knattspyrnudeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ tveggja dómaranámskeiða.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er um styrk vegna tveggja dómaranámskeiða, annars vegar fyrir foreldra og hins vegar fyrir iðkendur 3. flokks deildarinnar.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni

Umsóknir um sérstyrki

18.1710446 - Breiðablik-Knattspyrnudeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ Markmannsnámskeiðs fyrir stúlkur.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna markmannsnámskeiða fyrir stúlkur.
Íþróttaráð samþykkir styrk allt að 100 þús. kr., gegn framvísun gagna um útlagðan kostnað við námskeiðin.

Umsóknir um sérstyrki

19.1710447 - Breiðablik-Knattspyrnudeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ þátttöku U-19 karla í Evrópukeppni félagsliða.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er um styrk vegna þátttöku U-19 karlaliði félagins í Evrópukeppni félagsliða.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

20.1710448 - Breiðablik-Knatspyrnudeild, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ sérverkefnis - Kaup á Pro Athlete

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérverkefnis- þ.e. kaup á Pro Athlete búnaði, til stuðnings Sideline Organanizer sem félagið er með í notkun í dag.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

21.1710449 - Sprettur, sérstyrkir haust 17. Umsókn um styrk v/ sérverkefnis - Reiðnámskeið fyrir fatlað fólk

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Spretti, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérverkefnis - Reiðnámskeið fyrir fatlað fólk,- sem félagið stefnir að því að halda á komandi ári.
Íþróttaráð er mjög jákvætt fyrir erindi eins og hér er að ræða og óskar eftir frekari gögnum til að geta tekið endanlega afstöðu til málsins þegar þau liggja fyrir.

Umsóknir um sérstyrki

22.1710457 - Gerpla-sérstyrkir haust 17. Ósk um sérstyrk v/ fyrirlestrar fyrir þjálfara keppnishópa.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna fyrirlestra fyrir þjálfara keppnishópa félagsins.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

Umsóknir um sérstyrki

23.1710613 - Sérstyrkir haust 2017

Lögð fram yfirlitstafla með umsóknum vegna sérstyrkja haustið 2017, þar sem fram koma tillögur íþróttadeildar um styrki í samræmi við uppgefin viðmið frá fyrri úthlutunum.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Almenn mál

24.1710177 - Ósk um styrk v/ EM klúbbliða

Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs, þar sem sótt er um syrk vegna þátttöku klúbbsins á Evrópumeistaramóti klúbbliða sem haldið var af EGA í Frakklandi 26.-28. október sl.
Íþróttaráð samþykkir að veita sérstyrk samkvæmt viðmiðum um styrki vegna þátttöku í Evrópukeppnum félagsliða/klúbba, 180 þús kr.

Almenn mál

25.1710629 - Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs 2017

Fyrir fundinum lágu gögn um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Kópavogs sem liggja til grundvallar tilnefningum íþróttafólksins sem og vegna vefkosningar vegna kjörsins í ár.
Íþróttaráð samþykkir að í ár gildi sömu reglur fyrir kjörið og á síðastliðnu ári og felur starfsmönnum að kalla eftir tilnefningum íþróttafélaganna sem lagðar verði fram á næsta fundi.

Almenn mál

26.17091003 - Aðstaða til knattspyrnuiðkunar hjá Breiðablik - Úttekt VSÓ 2017

Tekin til umræðu greinargerð VSÓ um nýtingu knattspyrnudeildar Breiðabliks á þeim mannvirkjum sem deildin hefur til afnota yfir vetrartímann.
Jafnframt lagt fram erindi Breiðabliks vegna ofangreindrar greinargerðar.
Umræður um framkomna greinargerð VSÓ sem og viðbrögð félagsins við þeim tillögum sem fram koma í greinargerðinni.

Almenn mál

27.1710545 - Umsókn um nýtingu Frístundastyrks í Hrafninum

Lögð fram beiðni frá íbúa í Kópavogi dags. 17. júlí sl., þar sem óskað er heimildar til að ráðstafa frístundastyrk barna sinni vegna 6. vikna sumarnámskeiða hjá Hrafninum, en Hrafninn er frístundaklúbbur fyrir börn með sérþarfir. Börnin geti ekki nýtt sér önnur frístundaúrræði né íþróttanámskeið vegna raskana þeirra.
Íþróttaráð samþykkir að heimila Frístundaklúbbinum Hrafninum aðild að Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar frá og með þessu ári með sumarnámskeið á þeirra vegum.

Fundi slitið - kl. 17:40.